Sturla: Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2010 22:18 Sturla Ásgeirsson. Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita