Handbolti

EM kvenna:Gestgjafarnir mætast í undanúrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yfirburðir Norðmanna í dag voru ótrúlegir.
Yfirburðir Norðmanna í dag voru ótrúlegir. Nordic Photos / AFP
Eftir úrslit dagsins á EM í handbolta er ljóst að gestgjafaþjóðirnar báðar, Danmörk og Noregur, mætast í undanúrslitum EM í handbolta á laugardaginn.

Evrópumeistaramótið hefur farið fram þessum löndum síðustu dagana en úrslitahelgin fer fram í Herning á Jótlandi.

Keppni í Milliriðli 2 lauk í Lillehammer í Noregi í dag og voru úrslitin öll eftir bókinni.

Svíþjóð og Noregur voru nánast örugg með efstu tvö sæti riðilsins, og þar með sæti í undanúrslitunum, og unnu báða sína leiki í dag. Svíar lögðu Ungverja, 24-19, og Norðmenn slátruðu Hollendingum, 35-13. Frakkar tryggðu sér þriðja sæti riðilsins með sigri á Úkraínu, 31-19.

Bæði lið fengu átta stig en þar sem að Svíar unnu nokkuð óvæntan sigur í innbyrðisviðureign liðanna fara þeir áfram sem sigurvegarar og mæta Rúmenum í undanúrslitunum á laugardaginn.

Danir eru búnir að tryggja sér sigri í Milliriðli 1 þrátt fyrir að lokaumferðin eigi enn eftir að fara fram. Rúmenar eru að sama skapi öruggir með annað sæti riðilsins.

Það má búast við hörkuviðureignum á laugardaginn, þá sérstaklega rimmu gestgjafanna. Danmörk er eina ósigraða lið keppninnar en Norðmenn hafa unnið fimm af sex leikjum sínum til þessa í keppninni með gríðarlegum yfirburðum, samtals 166 mörkum gegn 83. Sem þýðir að í sínum sigurleikjum hafa Norðmenn skorað tvöfalt fleiri mörk en andstæðingar sínir að meðaltali.

Tap liðsins fyrir Svíþjóð var að vísu óvænt en nokkuð var um veikindi í leikmannahópi Noregs þá.

Danir hafa einnig verið afar sannfærandi í sínum leikjum án þess þó að hafa unnið sínar viðureignir jafn sannfærandi og Norðmenn.

Evrópumeistarakeppni kvenna í handknattleik fór fyrst fram árið 1994 og frá þeim tíma hafa aðeins þrjár þjóðir sigrað.

1994: Gull Danmörk, silfur Þýskaland, Noregur

1996: Gull Danmörk, Noregur, Austurríki

1998: Gull Noregur, Danmörk, Ungverjaland

2000: Gull Ungverjaland, Úkraína, Rússland

2002: Gull Danmörk, Noregur, Frakkland

2004: Gull Noregur, Danmörk, Ungverjaland

2006: Gull Noregur, Rússland, Frakkland

2008: Gull Noregur, Spánn, Rússland










Fleiri fréttir

Sjá meira


×