Sport

Fer Konchesky aftur til Fulham?

Paul Konchesky hefur ekki náð sér á strik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en Roy Hodgson keypti hann frá Fulham s.l. sumar fyrir um 750 milljónir kr. eða 4 milljónir punda. Í enskum fjölmiðlum er sagt frá því að forráðamenn Fulham hafi áhuga á að fá vinstri bakvörðinn að láni frá Liverpool út leiktíðina.

Enski boltinn

Björn Bergmann samdi á ný við Lilleström

Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hefur samið við norska liðið Lilleström til þriggja ára en hinn 19 ára gamli framherji var samningsbundinn Lilleström fram til lok þessa árs. Björn hefur reynt fyrir sér hjá nokkrum liðum í Evrópu á undanförnum vikum en hann ákvað að semja á ný við Lilleström.

Fótbolti

Lampard meiddist á æfingu hjá Chelsea

Frank Lampard leikmaður Chelsea meiddist á kálfa á æfingu liðsins í gær. Lampard, sem er 32 ára, hefur misst af fjórum mánuðum á þessu tímabili vegna meiðsla en ekki er vitað hvort meiðslin séu alvarleg að þessu sinni.

Enski boltinn

HM: Tólf leikir á dagskrá og Ísland - Noregur kl. 18.10

Lokaumferðin í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta fer fram í dag og eru alls tólf leikir á dagskrá. Íslendingar mætar Norðmönnum í B-riðli og hefst leikurinn kl. 18.10 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Einnig verður fylgst með gangi mála í textalýsingu á Boltavaktinni á visir.is.

Handbolti

Hvað gerist í A-riðli á HM í dag?

Lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handbolta fer fram í dag. Vísir kíkir á möguleikana í A-riðli en Ísland mun mæta þremur efstu liðunum úr þeim riðli í milliriðlakeppninni.

Handbolti

Lakers tapaði gegn Dallas – Shaq aðalmaðurinn í sigri Boston

Meistaralið LA Lakers tapaði gegn Dallas útivelli í NBA deildinni í körfubolta í gær en 13 leikir voru á dagskrá. Dallas hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leikinn en Jason Kidd sýndi gamla takta hjá Dallas og skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar. Lakers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og skoraði Spánverjinn Pau Gasol 23 stig fyrir Lakers. Kobe Bryant skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.

Körfubolti

Alexander: Ég reyni að gefa allt sem ég á

Íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, hefur farið algjörlega á kostum með íslenska landsliðinu á HM. Skorað frábær mörk, tekið af skarið, staðið vaktina í vörninni með eindæmum vel og stolið fjölda bolta.

Handbolti

Þórir hefur slegið í gegn

Íslenska landsliðið hefur fengið 53 mörk frá hægri vængnum í fjórum fyrstu leikjunum á HM í Svíþjóð en 18 þeirra hafa komið úr óvæntri átt.

Handbolti

Kristian Kjelling spilar líklega í dag

Norðmenn hafa verið án stórskyttunnar Kristians Kjelling í síðustu tveim leikjum og það hefur ekki leynt sér að þeir hafa saknað hans mikið. Hann hefur verið veikur en það mátti sjá í gær að hann er á batavegi og Norðmenn stefna á að tefla honum fram í leiknum.

Handbolti

Þorsteinn J & gestir: Þola Svíar ekki Guðmund þjálfara?

Það var nóg um að vera í HM handboltaþættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í kvöld þrátt fyrir að Íslendingar ættu frídag. Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Geir Sveinsson fór yfir „sálfræðistríðið“ sem nú stendur yfir fyrir leikinn gegn Noregi á morgun.

Handbolti

Snorri Steinn: Höfum ekki gert eitt né neitt á þessu móti

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport ræddi við Snorra Stein Guðjónsson í dag og þar ræddu þeir um leikinn gegn Austurríki. Hörður spurði Snorra út í fyrri hálfleikinn gegn Austurríki þar sem fátt gekk upp hjá íslenska liðinu og hvort það væri áminning fyrir íslenska liðið. Snorri svaraði því fagmannlega.

Handbolti

Úrslit dagsins á HM

Sex leikir fóru fram á HM í handbolta í dag en leikið var í A-riðli og C-riðli. Vísir fylgdist vel með gangi mála.

Handbolti

Arsenal sló Leeds út úr bikarnum á Elland Road

Arsenal komst áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Leeds á Elland Road í kvöld. Þetta var endurtekinn leikur eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Emirates fyrir ellefu dögum. Arsenal mætir liði Huddersfield Town í næstu umferð.

Enski boltinn

Messi: Myndi frekar hætta í fótbolta en að spila með Real

Lionel Messi, Argentínumaðurinn í liði Barcelona og besti knattspyrnumaður heims síðustu tvö ár, segir að hann muni aldrei spila með erkifjendunum í Real Madrid. Hann ætlar því ekki að fylgja í fótspor þeirra Michael Laudrup og Luis Figo sem léku með báðum liðum á sínum ferli.

Fótbolti

Ragnar Jóhannsson spilar æfingaleiki með Gummersbach

Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson stóð sig vel á æfingum hjá þýska liðinu VfL Gummersbach og félagið vill nú fá að skoða hann betur. Ragnar mun því spila tvo æfingaleiki með liðinu í Frakklandi og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort að hann fái samning.

Handbolti