Þórir hefur slegið í gegn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2011 07:00 18 mörk úr 20 skotum - Þórir Ólafsson er með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. Hér skorar hann eitt marka sinn á móti Japan. Fréttablaðið/Valli Íslenska landsliðið hefur fengið 53 mörk frá hægri vængnum í fjórum fyrstu leikjunum á HM í Svíþjóð en 18 þeirra hafa komið úr óvæntri átt. Þórir Ólafsson hefur heldur betur stimplað sig inn í hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar fyrstu fimm daga heimsmeistarakeppninnar því hann hefur öðrum fremur séð til þess að íslenska liðið hefur ekki fundið eins mikið fyrir því að missa landsliðsfyrirliðann Ólaf Stefánsson í meiðsli. Þórir hefur nýtt 90 prósent skota sinna á mótinu (18 mörk í 20 skotum) og hefur skorað 4,5 mörk að meðaltali í leik. Fór til Þýskalands árið 2005Þórir kemur frá Selfossi en lék þrjú tímabil með Haukum áður en hann fór í atvinnumennsku til Þýskalands árið 2005. Þórir hefur spilað öll árin sín í atvinnumennskunni með TuS N-Lübbecke og sýndi liðinu tryggð þegar það féll úr úrvalsdeildinni. Þórir hjálpaði liðinu síðan upp í deildina aftur og hefur verið fyrirliði liðsins síðustu tvö tímabil. Þórir er að eiga sitt besta tímabil í þýsku deildinni í vetur en hann hefur skorað 4,9 mörk að meðaltali í leik en hann skoraði 3,9 mörk að meðaltali í fyrravetur. Þegar kemur að landsliðinu þá eru margar ástæður fyrir því að Þórir hefur „aðeins" náð að spila 57 landsleiki á tíu árum og að hann sé bara á sínu öðru stórmóti. Ísland hefur tekið þátt í ellefu stórmótum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum. Þorbjörn Jensson valdi Þóri í æfingahóp sinn fyrir HM í Frakklandi 2001. Þórir fékk að spila sinn fyrsta leik í lokaleik Íslands fyrir keppnina sem var á móti Bandaríkjamönnum á Selfossi. Þórir átti frábæra innkomu í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Hann var þó ekki valinn í HM-hópinn og átti ekki eftir að spila aftur fyrir landsliðið í 40 mánuði eða þangað til Guðmundur Guðmundsson valdi hann í hópinn fyrir æfingamót í Belgíu í maí 2004. Fyrsta stórmótið var EM í SvissViggó Sigurðsson valdi hann í hópinn fyrir heimsbikarinn 2004 þar sem hann skoraði 7 mörk í 4 leikjum en Þórir komst ekki í HM-hópinn í Túnis 2005. Þórir var hins vegar með í fyrsta leik eftir HM og fékk síðan sitt fyrsta tækifæri á stórmóti á EM í Sviss 2006. Hann fékk samt ekki mikið að spreyta sig hjá Viggó í Sviss. Þórir datt síðan aftur út myndinni þegar Alfreð Gíslason tók við landsliðinu og hann var ekki valinn í landsliðið fyrr en Guðmundur Guðmundsson kallaði á hann fyrir undankeppni EM 2010. Hér spiluðu líka meiðsli inn í enn hann var mikið meiddur tímabilið 2007 til 2008, lenti í því fyrst að viðbeinsbrotna og meiddist síðan aftur á öxl undir lok tímabilsins. Þórir kom hins vegar sterkur inn í undankeppni EM 2010. Ólafur Stefánsson hafði tekið sér frí frá landsliðinu og Þórir fékk því strax mikilvægt hlutverk. Hann skoraði 25 mörk í 8 leikjum í undankeppninni og var einn af markahæstu leikmönnum íslenska liðsins. Þórir var því að sjálfsögðu valinn í hópinn fyrir EM í Austurríki og virtist öruggur með sitt sæti þegar áfallið dundi yfir nokkrum dögum fyrir mót. Þórir hafði þá verið á batavegi eftir meiðsli á vinstri kálfavöðva en meiðslin tóku sig upp á ný á æfingu með landsliðinu og svo fór að hann gat ekki verið með. Þórir spilaði fyrstu landsleikina eftir EM og var með á móti Lettlandi í undankeppni EM í október. Hann meiddist hins vegar í þeim leik og gat ekki verið með á móti Austurríki nokkrum dögum síðar. Þórir var síðan ekki með í heimsbikarnum og fékk ekki mikið að spreyta sig í leikjunum á móti Þýskalandi eða í fyrsta leiknum á HM á móti Ungverjum. Það leit því ekki út fyrir það að hann fengi stórt hlutverk í Svíþjóð. Þegar Ólafur Stefánsson meiddist opnuðust hins vegar dyrnar fyrir Þóri og hann nýtti tækifærið frábærlega. Þórir skoraði 5 mörk úr 6 skotum á móti Brasilíu, 7 mörk úr 7 skotum á móti Japan og loks 5 mörk úr 6 skotum á móti Austurríki, allt í seinni hálfleiknum. Frábær skottækni nýtist einnig í vítunum sem hann hefur nýtt hundrað prósent í keppninni. Eftir öll vonbrigðin og meiðslavandræðin þá er með sanni hægt að segja að fáir hafa átt það jafnmikið inni að blómstra og einmitt Þórir Ólafsson sem vonandi heldur áfram að nýta færin sín jafn vel það sem eftir lifir af HM í Svíþjóð. Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur fengið 53 mörk frá hægri vængnum í fjórum fyrstu leikjunum á HM í Svíþjóð en 18 þeirra hafa komið úr óvæntri átt. Þórir Ólafsson hefur heldur betur stimplað sig inn í hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar fyrstu fimm daga heimsmeistarakeppninnar því hann hefur öðrum fremur séð til þess að íslenska liðið hefur ekki fundið eins mikið fyrir því að missa landsliðsfyrirliðann Ólaf Stefánsson í meiðsli. Þórir hefur nýtt 90 prósent skota sinna á mótinu (18 mörk í 20 skotum) og hefur skorað 4,5 mörk að meðaltali í leik. Fór til Þýskalands árið 2005Þórir kemur frá Selfossi en lék þrjú tímabil með Haukum áður en hann fór í atvinnumennsku til Þýskalands árið 2005. Þórir hefur spilað öll árin sín í atvinnumennskunni með TuS N-Lübbecke og sýndi liðinu tryggð þegar það féll úr úrvalsdeildinni. Þórir hjálpaði liðinu síðan upp í deildina aftur og hefur verið fyrirliði liðsins síðustu tvö tímabil. Þórir er að eiga sitt besta tímabil í þýsku deildinni í vetur en hann hefur skorað 4,9 mörk að meðaltali í leik en hann skoraði 3,9 mörk að meðaltali í fyrravetur. Þegar kemur að landsliðinu þá eru margar ástæður fyrir því að Þórir hefur „aðeins" náð að spila 57 landsleiki á tíu árum og að hann sé bara á sínu öðru stórmóti. Ísland hefur tekið þátt í ellefu stórmótum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir tíu árum. Þorbjörn Jensson valdi Þóri í æfingahóp sinn fyrir HM í Frakklandi 2001. Þórir fékk að spila sinn fyrsta leik í lokaleik Íslands fyrir keppnina sem var á móti Bandaríkjamönnum á Selfossi. Þórir átti frábæra innkomu í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Hann var þó ekki valinn í HM-hópinn og átti ekki eftir að spila aftur fyrir landsliðið í 40 mánuði eða þangað til Guðmundur Guðmundsson valdi hann í hópinn fyrir æfingamót í Belgíu í maí 2004. Fyrsta stórmótið var EM í SvissViggó Sigurðsson valdi hann í hópinn fyrir heimsbikarinn 2004 þar sem hann skoraði 7 mörk í 4 leikjum en Þórir komst ekki í HM-hópinn í Túnis 2005. Þórir var hins vegar með í fyrsta leik eftir HM og fékk síðan sitt fyrsta tækifæri á stórmóti á EM í Sviss 2006. Hann fékk samt ekki mikið að spreyta sig hjá Viggó í Sviss. Þórir datt síðan aftur út myndinni þegar Alfreð Gíslason tók við landsliðinu og hann var ekki valinn í landsliðið fyrr en Guðmundur Guðmundsson kallaði á hann fyrir undankeppni EM 2010. Hér spiluðu líka meiðsli inn í enn hann var mikið meiddur tímabilið 2007 til 2008, lenti í því fyrst að viðbeinsbrotna og meiddist síðan aftur á öxl undir lok tímabilsins. Þórir kom hins vegar sterkur inn í undankeppni EM 2010. Ólafur Stefánsson hafði tekið sér frí frá landsliðinu og Þórir fékk því strax mikilvægt hlutverk. Hann skoraði 25 mörk í 8 leikjum í undankeppninni og var einn af markahæstu leikmönnum íslenska liðsins. Þórir var því að sjálfsögðu valinn í hópinn fyrir EM í Austurríki og virtist öruggur með sitt sæti þegar áfallið dundi yfir nokkrum dögum fyrir mót. Þórir hafði þá verið á batavegi eftir meiðsli á vinstri kálfavöðva en meiðslin tóku sig upp á ný á æfingu með landsliðinu og svo fór að hann gat ekki verið með. Þórir spilaði fyrstu landsleikina eftir EM og var með á móti Lettlandi í undankeppni EM í október. Hann meiddist hins vegar í þeim leik og gat ekki verið með á móti Austurríki nokkrum dögum síðar. Þórir var síðan ekki með í heimsbikarnum og fékk ekki mikið að spreyta sig í leikjunum á móti Þýskalandi eða í fyrsta leiknum á HM á móti Ungverjum. Það leit því ekki út fyrir það að hann fengi stórt hlutverk í Svíþjóð. Þegar Ólafur Stefánsson meiddist opnuðust hins vegar dyrnar fyrir Þóri og hann nýtti tækifærið frábærlega. Þórir skoraði 5 mörk úr 6 skotum á móti Brasilíu, 7 mörk úr 7 skotum á móti Japan og loks 5 mörk úr 6 skotum á móti Austurríki, allt í seinni hálfleiknum. Frábær skottækni nýtist einnig í vítunum sem hann hefur nýtt hundrað prósent í keppninni. Eftir öll vonbrigðin og meiðslavandræðin þá er með sanni hægt að segja að fáir hafa átt það jafnmikið inni að blómstra og einmitt Þórir Ólafsson sem vonandi heldur áfram að nýta færin sín jafn vel það sem eftir lifir af HM í Svíþjóð.
Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira