Handbolti

Ísland hefur aldrei unnið fyrstu fimm leikina á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason hefur skorað 17 mörk í síðustu tveim leikjum við Noreg.
Arnór Atlason hefur skorað 17 mörk í síðustu tveim leikjum við Noreg. Fréttablaðið/Valli

Íslendingar geta náð einstökum árangri í sögu sinni á HM vinni þeir Norðmenn í kvöld. Það yrði þá í fyrsta sinn sem strákarnir okkar vinna fyrstu fimm leiki sína á heimsmeistaramóti.

Íslenska liðið jafnaði metið með sigri á Austurríki í fyrrakvöld en Ísland vann einnig fjóra fyrstu leiki sína á HM í Portúgal 2003 þegar liðið var einnig undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska liðið tapaði 29-34 fyrir Þýskalandi í fimmta leiknum fyrir sjö árum og endaði í 7. sæti.

Ísland tapaði ekki í fyrstu sex leikjum sínum á HM í Kumamoto 1997 en gerði þá jafntefli við Alsír í leik tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×