Handbolti

Tíu lið örugg áfram í milliriðlakeppnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Egyptar eru úr leik á HM. Hér er markvörður þeirra á HM í dag, svekktur.
Egyptar eru úr leik á HM. Hér er markvörður þeirra á HM í dag, svekktur. Nordic Photos / AFP

Þó svo að riðlakeppninni ljúki ekki á HM í handbolta fyrr en í dag hafa tíu lið þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni.

Alls komast tólf lið áfram og skipast þau í tvo riðla. Liðin úr A- og B-riðlum keppa í milliriðli 1 sem fer fram í Jönköping.

Liðin úr C- og D-riðlum keppa í milliriðli 2 en hann mun fara fram í Malmö og Lundi.

Mesta spennan í lokaumferðinni í riðlakeppninni í dag felst í því hversu mörg stig liðin taka með sér í milliriðlakeppnina.

Liðin taka með sér þau stig sem þau fengu úr innbyrðisviðureignum sínum.

Í tilfelli Íslands er nú þegar ljóst að strákarnir eru komnir áfram ásamt Ungverjalandi og Noregi. Ísland tekur með sér stigin tvö sem liðið fékk fyrir sigurinn á Ungverjum. Tvö stig geta bæst til viðbótar í dag ef strákarnir vinna einnig Norðmenn.

Hér má sjá hvaða tíu lið eru komin áfram og hvaða fjögur lið eru að berjast um sætin tvö sem eftir eru:



A-riðill:


Frakkland

Spánn

(Þýskaland eða Túnis)

B-riðill:

Ísland

Ungverjaland

Noregur

C-riðill:

Danmörk

Króatía

Serbía



D-riðill:


Pólland

Svíþjóð

(Argentína eða Suður-Kórea)

Úrslit, staðan og næstu leikir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×