Handbolti

Kári keypti 20 Big Mac-hamborgara

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Eyjatröllið Kári Kristján Kristjánsson hefur fengið sig fullsaddann af laxinum á hóteli íslenska liðsins og fór því í góða ferð á McDonalds.

"Ég sé um að vinna upp þennan ömurlega mat á hótelinu. Við tókum eina Macferð í gær sem heppnaðist mjög vel. Það var BigMac, ostborgarar og franskar. Það var allt klárt," sagði Kári kíminn sem fyrr en hann vill helst ekki meiri lax.

"Það er lax sjö sinnum í röð. Við vorum því mjög ánægðir með Makkarann."

Strákarnir eru ekki bara að hugsa um hamborgara heldur líka leikinn gegn Noregi í dag.

"Planið er að loka þessu gegn Norðmönnum. Við höfum spilað mjög vel og þessir tveir punktar gegn Noregi eru rosalega mikilvægir," sagði Björgvin og Kári bætti við.

"Þeir hafa strögglað í mótinu á meðan við erum heitir. Við erum því með meiri meðbyr inn í leikinn," sagði Kári sem hlakkar til að taka á Rambo.

"Það væri ekki ónýtt að hafa það á recordinu að hafa tekið Rambo."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×