Handbolti

Kristian Kjelling spilar líklega í dag

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Kjelling skoraði 6 mörk á moti Íslandi á EM 2010.
Kjelling skoraði 6 mörk á moti Íslandi á EM 2010. Nordic Photos / AFP

Norðmenn hafa verið án stórskyttunnar Kristians Kjelling í síðustu tveim leikjum og það hefur ekki leynt sér að þeir hafa saknað hans mikið. Hann hefur verið veikur en það mátti sjá í gær að hann er á batavegi og Norðmenn stefna á að tefla honum fram í leiknum.

Það eru ekki góð tíðindi fyrir Ísland enda er Kjelling mikil skytta sem erfitt getur verið að ráða við. Svo þarf Ísland líka að hafa góðar gætur á Kjetil Strand sem skaut liðið í kaf með 19 mörkum á EM í Sviss 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×