Handbolti

Hnémeiðsli Alexanders: Niðurstöður úr myndatöku koma á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Valli
Alexander Petersson fór í myndatöku á hné í dag en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hversu alvarleg meiðsli hans eru. Alexander hefur verið stórkostlegur á HM í Svíþjóð en meiddist í sigrinum á Austurríki í gær.

Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, þá þarf íslenska liðið að bíða til morguns til þess að fá niðurstöður úr myndatökunni en menn vonast til að meiðsli hans séu ekki alvarleg.

Alexander hefur skorað 24 mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en hann er líka sá leikmaður liðsins hefur gefið flestar stoðsendingar og stolið flestum boltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×