Sport Elín Metta skoraði fjögur og Ísland í 5. sæti Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu lagði Svíþjóð 5-3 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Íslenska liðið lenti 0-3 undir snemma leiks en sneri leiknum sér í hag. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk Íslands. Íslenski boltinn 9.7.2011 15:13 Cannavaro leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Fabio Cannavaro hefur ákveðið að fylgja læknisráði og leggja skóna á hilluna. Cannavaro var fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu árið 2006 og var valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA sama ár. Fótbolti 9.7.2011 14:15 Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Íslenski boltinn 9.7.2011 13:41 Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9.7.2011 13:32 Sanchez með mark í anda Romario Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum. Fótbolti 9.7.2011 12:15 Tala látinna í Twente hækkar 24 ára karlmaður sem slasaðist þegar þakið á leikvangi FC Twente féll á verkamenn á fimmtudaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær. Þar með hafa tveir látið lífið vegna slyssins. Fótbolti 9.7.2011 11:45 West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum. Enski boltinn 9.7.2011 11:00 Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9.7.2011 10:24 Essien meiðist enn á ný á hné Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku. Enski boltinn 9.7.2011 10:00 Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 9.7.2011 08:00 Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi. Golf 9.7.2011 07:00 Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Handbolti 9.7.2011 01:09 Adebayor dreifði peningum í bókstaflegri merkingu Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor sló í gegn á danssýningu í Gana á dögunum. Þá óð Adabayor upp á svið í miðju atriði og byrjaði að dreifa peningum. Enski boltinn 8.7.2011 23:30 Togaði í djásnið á Dos Santos Þó svo mörkin láti á sér standa í Copa America er ekkert gefið eftir í leikjum mótsins og menn í mótinu beita öllum brögðum til þess að stöðva andstæðinginn. Það fékk Mexíkóinn Giovani Dos Santos að reyna í leiknum gegn Síle. Fótbolti 8.7.2011 22:45 BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. Íslenski boltinn 8.7.2011 22:08 Skagamenn sóttu þrjú stig norður yfir heiðar ÍA er óstöðvandi í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið gjörsigraði KA norðan heiða í kvöld með fjórum mörkum gegn einu. Hjörtur Júlíusson Hjartarson skoraði tvö mörk Skagamanna sem hafa sex stiga forskot á toppnum. Íslenski boltinn 8.7.2011 21:26 Myndasyrpa frá leikvangi Twente sem hrundi Einn maður lést og margir slösuðust þegar þakið á leikvangi hollenska fótboltaliðsins FC Twente hrundi í gær. Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist. Fótbolti 8.7.2011 21:15 Bielsa tekur við Bilbao Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa mun taka við sem þjálfari spænska félagsins Athletic Bilbao í kjölfar þess að Jose Urrutia vann forsetakosningar félagsins. Fótbolti 8.7.2011 20:30 Motta verður áfram hjá Inter Þrátt fyrir miklar vangaveltur síðustu vikur verður ekkert af því að Thiago Motta fari frá ítalska liðinu Inter. Leikmaðurinn vill ekki fara frá liðinu. Fótbolti 8.7.2011 19:45 Neuer ekki í náðinni hjá stuðningsmönnum Bayern Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen eru allt annað en sáttir við að Manuel Neuer sé orðinn markvörður félagsins en hann kom frá Schalke í sumar. Fótbolti 8.7.2011 19:00 Eiði Smára boðinn tveggja ára samningur hjá Swansea Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið Eiði Smára Guðjohnsen tveggja ára samning. Eiður skoðar einnig tilboð frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Enski boltinn 8.7.2011 18:45 Kobe gæti farið til Tyrklands Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni. Körfubolti 8.7.2011 18:30 Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna. Enski boltinn 8.7.2011 17:45 Eiður orðaður við Swansea Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 8.7.2011 17:20 Faðir Mata staðfestir áhuga utan Spánar Faðir og umboðsmaður Spánverjans Juan Mata hefur staðfest að áhugi sé á leikmanninum utan Spánar og meðal annars frá Englandi. Hermt er að bæði Liverpool og Arsenal vilji fá leikmanninn. Fótbolti 8.7.2011 17:00 Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum. Enski boltinn 8.7.2011 16:15 Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 8.7.2011 16:01 Given líklega á leiðinni til Villa Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa. Enski boltinn 8.7.2011 15:30 Zidane mun vinna náið með Mourinho Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð. Fótbolti 8.7.2011 14:45 Veiðisagan úr Krossá Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar: Veiði 8.7.2011 13:55 « ‹ ›
Elín Metta skoraði fjögur og Ísland í 5. sæti Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu lagði Svíþjóð 5-3 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Íslenska liðið lenti 0-3 undir snemma leiks en sneri leiknum sér í hag. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk Íslands. Íslenski boltinn 9.7.2011 15:13
Cannavaro leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Fabio Cannavaro hefur ákveðið að fylgja læknisráði og leggja skóna á hilluna. Cannavaro var fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu árið 2006 og var valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA sama ár. Fótbolti 9.7.2011 14:15
Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Íslenski boltinn 9.7.2011 13:41
Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9.7.2011 13:32
Sanchez með mark í anda Romario Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum. Fótbolti 9.7.2011 12:15
Tala látinna í Twente hækkar 24 ára karlmaður sem slasaðist þegar þakið á leikvangi FC Twente féll á verkamenn á fimmtudaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær. Þar með hafa tveir látið lífið vegna slyssins. Fótbolti 9.7.2011 11:45
West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum. Enski boltinn 9.7.2011 11:00
Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9.7.2011 10:24
Essien meiðist enn á ný á hné Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku. Enski boltinn 9.7.2011 10:00
Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 9.7.2011 08:00
Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi. Golf 9.7.2011 07:00
Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Handbolti 9.7.2011 01:09
Adebayor dreifði peningum í bókstaflegri merkingu Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor sló í gegn á danssýningu í Gana á dögunum. Þá óð Adabayor upp á svið í miðju atriði og byrjaði að dreifa peningum. Enski boltinn 8.7.2011 23:30
Togaði í djásnið á Dos Santos Þó svo mörkin láti á sér standa í Copa America er ekkert gefið eftir í leikjum mótsins og menn í mótinu beita öllum brögðum til þess að stöðva andstæðinginn. Það fékk Mexíkóinn Giovani Dos Santos að reyna í leiknum gegn Síle. Fótbolti 8.7.2011 22:45
BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. Íslenski boltinn 8.7.2011 22:08
Skagamenn sóttu þrjú stig norður yfir heiðar ÍA er óstöðvandi í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið gjörsigraði KA norðan heiða í kvöld með fjórum mörkum gegn einu. Hjörtur Júlíusson Hjartarson skoraði tvö mörk Skagamanna sem hafa sex stiga forskot á toppnum. Íslenski boltinn 8.7.2011 21:26
Myndasyrpa frá leikvangi Twente sem hrundi Einn maður lést og margir slösuðust þegar þakið á leikvangi hollenska fótboltaliðsins FC Twente hrundi í gær. Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist. Fótbolti 8.7.2011 21:15
Bielsa tekur við Bilbao Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa mun taka við sem þjálfari spænska félagsins Athletic Bilbao í kjölfar þess að Jose Urrutia vann forsetakosningar félagsins. Fótbolti 8.7.2011 20:30
Motta verður áfram hjá Inter Þrátt fyrir miklar vangaveltur síðustu vikur verður ekkert af því að Thiago Motta fari frá ítalska liðinu Inter. Leikmaðurinn vill ekki fara frá liðinu. Fótbolti 8.7.2011 19:45
Neuer ekki í náðinni hjá stuðningsmönnum Bayern Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen eru allt annað en sáttir við að Manuel Neuer sé orðinn markvörður félagsins en hann kom frá Schalke í sumar. Fótbolti 8.7.2011 19:00
Eiði Smára boðinn tveggja ára samningur hjá Swansea Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið Eiði Smára Guðjohnsen tveggja ára samning. Eiður skoðar einnig tilboð frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Enski boltinn 8.7.2011 18:45
Kobe gæti farið til Tyrklands Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni. Körfubolti 8.7.2011 18:30
Clichy hafnaði Liverpool og valdi ekki City út af peningunum Gael Clichy lýsti því yfir á sínum tíma að menn færu aðeins til Man. City vegna peninganna. Hann er sjálfur farinn þangað en segir það ekki vera vegna peninganna. Enski boltinn 8.7.2011 17:45
Eiður orðaður við Swansea Breski fjölmiðillinn Talksport greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen hafi samþykkt að ganga til liðs við knattspyrnufélagið Swansea. Swansea vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor. Enski boltinn 8.7.2011 17:20
Faðir Mata staðfestir áhuga utan Spánar Faðir og umboðsmaður Spánverjans Juan Mata hefur staðfest að áhugi sé á leikmanninum utan Spánar og meðal annars frá Englandi. Hermt er að bæði Liverpool og Arsenal vilji fá leikmanninn. Fótbolti 8.7.2011 17:00
Falcao ætlar ekki að elta Villas-Boas Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao ætlar að vera áfram hjá Porto þó svo áhugi sé á honum víða. Meðal annars frá Chelsea þar sem hans gamli þjálfari, Andre Villas-Boas, ræður nú ríkjum. Enski boltinn 8.7.2011 16:15
Aron Einar búinn að skrifa undir hjá Cardiff Aron Einar Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Cardiff City. Aron Einar gekkst undir læknisskoðun í dag og gekk að henni lokinni frá samningnum. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 8.7.2011 16:01
Given líklega á leiðinni til Villa Markvörðurinn Shay Given er líkast til á förum frá Man. City í sumar en hann hefur reynt að komast frá félaginu í heilt ár án árangurs. Nú er hann orðaður við Aston Villa. Enski boltinn 8.7.2011 15:30
Zidane mun vinna náið með Mourinho Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð. Fótbolti 8.7.2011 14:45
Veiðisagan úr Krossá Við sögðum frá því hér fyrr í dag að agætis kippur hefði komið í Krossá. Hér er smá pistill frá Daníel sem var ásamt félögum sínum við veiðar: Veiði 8.7.2011 13:55