Vegna virkjunarmála í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 09:55 Nú þegar það er komið á borðið að það standi til að virkja neðri hluta Þjórsár hafa viðbrögð manna verið blendin. Það er þó eitt sem vekur upp furðu, og það er að Landsvirkjun hefur sagt að allt verði gert til að tryggja eins lítinn skaða hjá laxastofni Þjórsár með því að gera stiga fyrir niðurgöngulax og einhver lausn er víst rædd sem á að forða seiðunum frá túrbínunum. Við erum ekki eina þjóðin sem tekur á þessum vanda því víða í Bandaríkjunum voru ár virkjaðar sem eyðilagði gríðarlega sterka laxastofna ánna. Það voru settir laxastigar og sér farvegur fyrir seiðin sem átti að leiða þau framhjá túrbínunum en því miður er því þannig farið að lax fer bara sínar eigin leiðir og afleiðingarnar voru þær að stofnar ánna hrundu þegar árnar voru virkjaðar. Nú eru ýmis samtök í Bandaríkjunum, oft í samstarfi við stjórnvöld, að endurheimta laxastofnana í ánum. Ýmist með því að leggja af litlum virkjunum eða hreinlega með því að stöðva fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þar er litið á laxastofnana sem auðlind og að hana eigi að vernda. Spurt er, hefur Landsvirkjun kannað afleiðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár á laxastofninn þar? Hvernig var sú könnun gerð og af hverjum? Hverjar voru niðurstöðurnar? Þó svo að áin sé ekki nýtt til stangveiða er stofninn nýttur í netaveiði og er sjálfbær. Þetta er einn stærsti, ef ekki sá stærsti af laxastofnum Norður Atlantshafsins og nú þegar flest lönd hafsvæðisins eru að vinna í að endurheimta laxastofna sína með friðunum þá ætlar Landsvirkjun að ganga á laxinn í Þjórsá. Hér er grein þar sem rætt er um verndun ár sem heitir Futaleufu í Sierra Nevada fjöllunum í Bandaríkjunum. Og eitt af umhugsunarefnunum, jú, verndun laxastofna!https://www.aorafting.com/e-newsletter/articles/hydro-power.htm Og ef þú Gúgglar "power plants in rivers kill salmon" þá færðu gífurlegt safn frétta og greina þar sem afleiðingar virkjana á laxasvæðum eru ræddar. Stangveiði Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Veiði
Nú þegar það er komið á borðið að það standi til að virkja neðri hluta Þjórsár hafa viðbrögð manna verið blendin. Það er þó eitt sem vekur upp furðu, og það er að Landsvirkjun hefur sagt að allt verði gert til að tryggja eins lítinn skaða hjá laxastofni Þjórsár með því að gera stiga fyrir niðurgöngulax og einhver lausn er víst rædd sem á að forða seiðunum frá túrbínunum. Við erum ekki eina þjóðin sem tekur á þessum vanda því víða í Bandaríkjunum voru ár virkjaðar sem eyðilagði gríðarlega sterka laxastofna ánna. Það voru settir laxastigar og sér farvegur fyrir seiðin sem átti að leiða þau framhjá túrbínunum en því miður er því þannig farið að lax fer bara sínar eigin leiðir og afleiðingarnar voru þær að stofnar ánna hrundu þegar árnar voru virkjaðar. Nú eru ýmis samtök í Bandaríkjunum, oft í samstarfi við stjórnvöld, að endurheimta laxastofnana í ánum. Ýmist með því að leggja af litlum virkjunum eða hreinlega með því að stöðva fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þar er litið á laxastofnana sem auðlind og að hana eigi að vernda. Spurt er, hefur Landsvirkjun kannað afleiðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár á laxastofninn þar? Hvernig var sú könnun gerð og af hverjum? Hverjar voru niðurstöðurnar? Þó svo að áin sé ekki nýtt til stangveiða er stofninn nýttur í netaveiði og er sjálfbær. Þetta er einn stærsti, ef ekki sá stærsti af laxastofnum Norður Atlantshafsins og nú þegar flest lönd hafsvæðisins eru að vinna í að endurheimta laxastofna sína með friðunum þá ætlar Landsvirkjun að ganga á laxinn í Þjórsá. Hér er grein þar sem rætt er um verndun ár sem heitir Futaleufu í Sierra Nevada fjöllunum í Bandaríkjunum. Og eitt af umhugsunarefnunum, jú, verndun laxastofna!https://www.aorafting.com/e-newsletter/articles/hydro-power.htm Og ef þú Gúgglar "power plants in rivers kill salmon" þá færðu gífurlegt safn frétta og greina þar sem afleiðingar virkjana á laxasvæðum eru ræddar.
Stangveiði Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Veiði