Sport

Lyon komið í Meistaradeildina í tólfta skipti

Franska liðið Lyon er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu enn eitt árið eftir 1-1 jafntefli gegn rússneska liðinu Rubin Kazan í Rússlandi í kvöld. Þetta var síðari viðureign liðanna í 4. umferð undankeppninnar.

Fótbolti

Vettel: Spa draumabraut ökumanna

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja.

Formúla 1

Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull

Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji.

Formúla 1

Mourinho ekki á förum

Jose Mourinho þvertekur fyrir að það sé eitthvað hæft í þeim sögusögnum um að hann sé að hætta störfum hjá Real Madrid.

Fótbolti

Síðasta holl með 234 laxa í Langá

Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður.

Veiði

Wenger má vera á bekknum í kvöld

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fengið grænt ljós frá Knattspyrnusambandi Evrópu um að hann megi vera á hliðarlínunni þegar að lilð hans mætir Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Stóra Laxá að vakna

Veiðmenn sem voru við veiðar á svæðum 1 og 2 í Stóru Laxá eftir hádegi í gær lönduðu 9 löxum á einni vakt. Eins heyrðum við í veiðimanni sem var á svæði 3 í morgun og náði 2 löxum á rúmum klukkutíma. Svo virðist sem efri hluti vatnasvæðis Hvítár/Ölfusár sé nú loks komið í gang eftir rólegt sumar.

Veiði

Missti 2 laxa í Elliðavatni

Við fengum póst frá veiðimanni sem var í Elliðavatni um helgina og ætlaði að klára sína vatnaveiði þar á þessu tímabili. það má segja að hann hafi heldur betur lent í skemmtilegheitum því hann setti í tvo laxa en því miður missti þá báða.

Veiði

Tottenham fær Adebayor

Enska götublaðið Daily Mirror staðhæfir í dag að Tottenham hafi komist að samkomulagi við Manchester City um að fá Emmanuel Adebayor að láni frá City.

Enski boltinn

Barton má ræða við QPR

Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur fengið leyfi frá félaginu til að ræða við QPR um möguleg félagaskipti, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Enski boltinn

Benitez: De Gea mun spjara sig

Rafael Benitez er í ítarlegu spjalli á heimasíðu BBC um tímabilið sem er að hefjast í ensku úrvalsdeildinni. Fer hann yfir möguleika sex sterkustu liðanna í ensku úrvalsdeildnnni.

Enski boltinn

Wilshere frá í 2-3 vikur

Arsenal hefur orðið fyrir enn einu áfallinu en Jack Wilshere verður frá næstu 2-3 vikur vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrst fyrir fyrr í sumar.

Enski boltinn

Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út

Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu var að koma út og hefur blaðið sjaldan verið jafn fullt af skemmtilegum greinum og nú. Í blaðinu má annars finna viðtal við Bo Hall, eða Björgvin Halldórsson um veiðidelluna, veiðistaðalýsing í Blöndu, viðtal við feðgana Sólmund Einarsson og Arne Sólmundsson svo að nokkuð sé nefnt.

Veiði