Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið 3. október 2011 20:00 Sebastian Vettel og Mark Webber keppa með Red Bull liðinu í Japan um næstu helgi. AP MYND: Eugene Hoshiko Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira