Sport

Young kominn til QPR

Varnarmaðurinn Luke Young er genginn til liðs við QPR og kemur til félagsins frá Aston Villa. Kaupverðið er óuppgefið.

Enski boltinn

KR lagði Grindavík í botnslag - myndir

KR vann 2-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Sigurinn var afar dýrmætur fyrir Vesturbæjarliðið en liðin voru bæði með 10 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum og smellti af.

Íslenski boltinn

Gylfi Orrason: Brosum bara í kampinn

Mikil og heit umræða hefur verið um dómgæsluna í toppslag KR og ÍBV í fyrrakvöld, sem og á leikjum KR fyrr í sumar. Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, gefur lítið fyrir umræðuna. „Dómarar eru með sterk bein.“

Íslenski boltinn

Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn

Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu.

Íslenski boltinn

Webber áfram hjá Red Bull 2012

Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina.

Formúla 1

Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi

Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik.

Íslenski boltinn

Eyjamennirnir hætta aldrei

Jöfnunarmark Aarons Spear á KR-vellinum í fyrrakvöld mun hafa mikil áhrif á þróun mála í titilbaráttu Pepsi-deildar karla í sumar en það var líka enn eitt dæmið um að Eyjamennirnir hætta aldrei og eru alltaf líklegir til að skora, sama hversu lítið er eftir af leikjunum.

Íslenski boltinn

Erfitt verkefni fyrir höndum hjá Wenger

Manchester United tekur á móti Arsenal í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Óhætt er að segja að heimamenn séu sigurstranglegri þrátt fyrir að miðverðirnir Vidic og Ferdinand glími við meiðsli. Liðið skellti Tottenham 3-0 á mánudag þrátt fyrir fjarveru þeirra og virkar í fantaformi.

Enski boltinn

Leikmennirnir vildu halda áfram

Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins.

Handbolti