Sport

Armand Traore samdi við QPR

Armand Traore er genginn til liðs við QPR frá Arsenal en þetta kemur fram á vefsíðu Arsenal í dag. Traore mun hafa skrifað undir þriggja ára samning við QPR og verður því samherji Heiðars Helgusonar á þessari leiktíð.

Enski boltinn

Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu

Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil.

Íslenski boltinn

Met fallið í Svalbarðsá

Svalbarðsá er komin með 505 laxa í lok dags 29. ágúst og er því búin að slá metið sem sett var í fyrra en það var 504 laxar! Af þeim 505 löxum sem veiðst hafa eru 344 stórlaxar eða nálægt 70% veiðinar, sem verður að teljast mjög gott. Veitt er á tvær stangir það sem eftir lifir af veiðitímanum en veitt er til 16. September þannig að töluvert gæti ennþá veiðst í ánni. Hollið sem lauk veiðum í gær var ennþá að veiða lúsugar 80+ cm hryggnur og töluvert af nýgengnum smálaxi hefur veiðst seinust daga. Mynd að ofan: Fiskur 505, 75 cm hryggna.

Veiði

Allt er þegar þrennt er

Vatnsleysi hefur verið að hrjá marga laxveiðiána að undanförnu, sérstaklega á vestanverðu landinu. Veiðitölur í þar síðustu viku sögðu sína sögu. Vanir menn geta þó oft kroppa upp laxa, eins og dæmin sýna. Hér er pistill frá Hjálmari Árnasyni sem var með fastagenginu sínu í Laxá í Leirársveit.

Veiði

Dzomba leggur skóna á hilluna

Handknattleiksmaðurinn, Mirza Dzomba, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en hann hefur verið einn allra besti hornamaður í heiminum undanfarinn ár.

Handbolti

Liverpool neitaði tilboði Chelsea í Meireles

Fram kemur í enskum miðlum í dag að Liverpool hafi neitað tilboði Chelsea í miðjumanninn Raul Meireles, en Chelsea mun hafa boðið 8 milljónir í þennan snjalla Portúgala auk þess var liðið tilbúið að láta Yossi Benayoun fylgja með.

Enski boltinn

Mancini: Adam Johnson er ekki til sölu

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það út í enskum fjölmiðlum að Englendingurinn Adam Johnson sé alls ekki til sölu og leikmaðurinn eigi sér framtíð hjá félaginu.

Enski boltinn

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.

Íslenski boltinn

Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld.

Íslenski boltinn

Heimir: Gerðum barnaleg mistök

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir lið sitt hafa gert barnarleg mistök í leik sem hann leit á sem úrslitaleik um hvort FH gæti gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum þegar FH steinlá 4-0 gegn Stjörnunni.

Íslenski boltinn