Körfubolti

Sigurkarfa Páls Axels hefði ekki átt að standa

Mikið hefur verið rætt og ritað um sigurkörfu Grindavíkur gegn KR í Meistarakeppni KKÍ. Hana skoraði Páll Axel Vilbergsson er 0,57 sekúndur voru eftir á klukkunni.

Íþróttadeild hefur tímamælt körfuna og þar kemur í ljós að að leiktíminn var útrunninn er Páll Axel sleppti boltanum. Karfan hefði því aldrei átt að standa.

Mannlegi þátturinn varð þó þess valdandi að karfan stóð. Tíminn var settur of seint af stað og lokaflautið heyrðist ekki fyrr en Páll sleppti boltanum.

Hægt er að sjá frétt Arnars Björnssonar um málið hér að ofan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.