Sport

Mancini: Erum með gríðarlega reynslumikla menn

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar sér stóra hluti í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu og telur að lið hans sé klárt í slaginn. Mancini vill meina að Man. City sé með nægilega mikla reynslu og leikmenn liðsins hafi þau gæði sem þurfi til ná langt í þessari keppni.

Fótbolti

Fín veiði í Ytri Rangá

Ytri Rangá heldur áfram að skila góðum veiðitölum en um 40-50 laxar hafa verið að veiðast síðastliðna daga í áni. Telst það vera fín veiði miðað við árstíma en í morgun komu 24 laxar á land. Maðkaveiði var leyfð eftir 29. ágúst og fór veiðin í kringum 200 laxar á dag fyrstu daganna en hefur svo dottið niður. Í áni er nú allt leyfilegt, maðkur, spónn og fluga.

Veiði

Guardiola: Bolt hefði ekki einu sinni getað náð Pato

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tók upp hanskann fyrir varnarlínu sína eftir 2-2 jafntefli við AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Varnarmenn liðsins voru eins og áhorfendur þegar Brasilíumaðurinn Alexandre Pato skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 24 sekúndur.

Fótbolti

Kaplakrikinn á að vera vígi

FH-ingar urðu fyrstir til að sigra KR í Pepsi-deild karla í sumar þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli um helgina. FH vann 2-1 sigur og skoraði Atli Guðnason fyrra mark Hafnfirðinga í leiknum en átti þess fyrir utan stóran þátt í öflugum sóknarleik FH. Hann er leikmaður 18. umferðarinnar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn

Malouda hrósar Torres

Florent Malouda, vængmaður Chelsea, hrósaði framherjanum Fernando Torres eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í kvöld. Torres lagði upp bæði mörk Chelsea í leiknum.

Fótbolti

Iniesta frá í mánuð

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, meiddist í leiknum gegn AC Milan í kvöld og varð að fara af velli. Nú er ljóst að hann verður frá í mánuð vegna meiðslanna.

Fótbolti

Villas-Boas: Þetta var sanngjarn sigur

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld. Það tók Chelsea 67 mínútur að brjóta Leverkusen niður og enska liðið vann að lokum 2-0 sigur.

Fótbolti

Hugmynd að lausn varðandi rjúpnaveiðar

Í frétt hér á Vísi í dag er fjallað um rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpunni og segir í greinni: "Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar benda til þess að rjúpnastofnin sé mun minni nú en fyrir áratugum. Auk þess komu talningar á stofninum í vor verr út en búist var við. Haustið 2010 var veiðistofninn áætlaður 850.000 fuglar, en er í ár metinn aðeins 350.000 fuglar. Þessar sveiflur í stofninum hafa ekki verið skýrðar með nákvæmum hætti, en umræðan hefur helst snúist um afrán fálka og skotveiði manna".

Veiði