Sport

Tiger langt frá sínu besta og tapaði fyrir áhugamanni

Tiger Woods sýndi enga snilldartakta þegar hann mætti til leiks á ný á PGA mótaröðina í golfi eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann lék fyrsta hringinn á Frys.com meistaramótinu á 2 höggum yfir pari eða 73 höggum. Hann er í stórhættu að komast ekki í gegnum niðurskurðin og ef það gerist verður það í fyrsta sinn sem Woods lýkur keppni á eftir tvo hringi á tveimur atvinnumótum í röð.

Golf

Met í Stóru Laxá?

Nú eru loks öll kurl komin til grafar í Stóru Laxá í Hreppum, en ekki höfðu allir laxar skilað sér í bókina þegar áin lokaði. Nú hafa síðustu skráningar skilað sér í hús og lokatalan er 795 laxar samkvæmt okkar bókum – sem okkur skilst að sé met.

Veiði

Button fljótastur á æfingum í Japan í nótt

Jenson Button á McLaren náði besta tíma á báðum æfingum Formúlu 1 liða sem fóru fram á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Á fyrri æfingunni var hann aðeins 0.091 úr sekúndu fljótari en næsti ökumaður, sem var Lewis Hamilton á McLaren. Á síðari æfingunni var Button 0.174 úr sekúndu fljótari en Fernando Alonso á Ferrari.

Formúla 1

Rúnar Már: Alltof ódýr mörk

„Það fyrsta sem kemur upp í hugann minn eru hversu ódýr mörk við fengum á okkur í kvöld,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður íslenska U-21 landsliðsins, eftir tapið gegn Englendingum í kvöld.

Fótbolti

Aron: Ánægður með stóran sigur

Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24.

Handbolti

Umfjöllun: Auðvelt hjá Haukum á Nesinu

Haukar unnu auðveldan tíu marka sigur á Gróttu 34-24 á útivelli í kvöld í N1 deild karla. Haukar gerðu út um leikinn með frábærum kafla síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks en alls munaði átta mörkum á liðunum í hálfleik, 19-11.

Handbolti

Forseti Santos er ekkert að grínast með að fá Pele til spila á ný

Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, forseti Santos frá Brasilíu, er full alvara með baráttu sinni fyrir því að Pele spili einu sinni enn fyrir Santos-liðið. Pele er orðinn 69 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 34 árum en það er enn von um að hann verði með Santos í Heimsmeistarakeppni félagsliða í desember.

Fótbolti

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

Fótbolti