Þórir Ólafsson: Ekki bara Lödur á götunni hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2011 10:00 Þórir Ólafsson er búinn að koma sér vel fyrir í Póllandi og ætlar að leika þar áfram á næsta ári.fréttablaðið/stefán Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn. Þórir skrifaði þá undir tveggja ára samning við pólska stórliðið Kielce. Það er frá samnefndri borg, en í henni búa um 200 þúsund manns. „Lífið í Póllandi er ágætt. Þetta er í rauninni svipað og annars staðar. Ég bjóst ekki við neinu sérstöku en lífið er fínt þarna. Borgin er fín og þetta er alls ekki eins og margur heldur,“ segir Þórir, en hann segir margt hafa samt komið sér á óvart. Eins og hver önnur evrópsk borg„Bæjarlífið kom mér á óvart og gæðin á mörgu. Bílaflotinn er flottur og alls ekki bara Lödur og Skódar. Íbúðirnar eru líka fínar og greinilega ótrúlegur uppgangur í Póllandi. Þetta er bara eins og hver önnur evrópsk borg.“ Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Póllandi næsta sumar og Þórir segir augljóst að búið sé að eyða miklum peningum svo heimamenn komi vel fyrir á öllum sviðum. Á því græði þjóðin þó svo að þjóðvegirnir séu ekki allir upp á marga fiska. „Það er mun meira líf þarna en þar sem við vorum í Þýskalandi. Þá bjuggum við aðeins í 25 þúsund manna bæ. Við höfum komið okkur fyrir í fínni íbúð við miðbæinn. Það er ekki yfir neinu að kvarta og reynslan ekkert nema ánægjuleg hingað til.“ Deildin í Póllandi er ekki sú sterkasta. Tvö lið – Kielce og Wisla Plock – eru áberandi sterkust enda hafa þau eytt talsverðu fé í leikmenn. „Við höfum oft átt mjög lélega leiki en samt unnið með svona tíu mörkum. Það segir sitt. Þetta gæti verið betra, en deildin er samt að styrkjast,“ segir Þórir en hvaða markmið hefur félagið hans? „Félagið vill vinna deildina og vildi líka komast í Meistaradeildina,“ segir Þórir, en Kielce lagði lið Guðmundur Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeildinni. „Við lentum svo í mjög erfiðum riðli og þar er ekkert gefins. Það verður erfitt að ná þriðja sæti en við förum samt áfram í fjórða sæti. Stefnan er að vinna heimaleikina og sjá svo til hverju það skilar.“ Selfyssingurinn neitar því ekki að reynslan sé jákvæðari en hann gerði ráð fyrir. „Ég hafði komið þarna áður og séð aðstæður hjá félaginu. Gott lið með góða aðstöðu. Það skemmdi svo ekki fyrir að liðið var á leið í Meistaradeildina. Ég vildi líka vera í liði sem vinnur eitthvað.“ Félagið á ekki sína eigin rútuÞó svo að félagið virðist eiga nóg af peningum er ekki allur aðbúnaður í kringum liðið alveg eins og best verður á kosið. „Félagið á ekki sína eigin rútu og því vitum við aldrei við hverju er að búast þegar þarf að ferðast. Oft er þetta ekkert merkilegt og vegirnir margir hverjir frekar slæmir. Ég tek því með tónlist, bækur og DVD-myndir til að drepa tímann. Vandamálið er samt oftast að það er ekkert rafmagn í rútunum og þegar rafhlaðan er dáin er maður í vondum málum. Það kom mér aðeins á óvart að það væri ekki staðið betur að þessum málum. Í heildina er þetta samt mjög gott og við fjölskyldan sjáum alls ekki eftir því að hafa farið í þetta ævintýri.“ Þórir segist vera ýmsu vanur en þó komi ýmislegt honum spánskt fyrir sjónir. „Það er aðeins þyngra yfir þessu og stundum er öskrað svolítið á mann á æfingum. Það er eðlilegt fyrir þeim að öskra svolítið en það er ekkert illa meint,“ segir Þórir, en skilur hann eitthvað hvað er verið að segja við hann? „Handboltamálið gengur ágætlega en stundum er ég alveg týndur. Ég get samt pantað mér á veitingahúsi og svona. Þetta er samt allt að koma og sumir skilja þýsku og ensku. Þetta bjargast allt saman,“ segir Þórir léttur. Hornamaðurinn ætlar að klára seinna árið í Póllandi og svo er framtíðin alveg óráðin. „Ég verð að sjá hvort ég nenni þessu þá áfram og er í formi. Það er allt opið og hver veit nema ég komi heim og fari að spila á Selfossi. Maður veit aldrei.“ Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn. Þórir skrifaði þá undir tveggja ára samning við pólska stórliðið Kielce. Það er frá samnefndri borg, en í henni búa um 200 þúsund manns. „Lífið í Póllandi er ágætt. Þetta er í rauninni svipað og annars staðar. Ég bjóst ekki við neinu sérstöku en lífið er fínt þarna. Borgin er fín og þetta er alls ekki eins og margur heldur,“ segir Þórir, en hann segir margt hafa samt komið sér á óvart. Eins og hver önnur evrópsk borg„Bæjarlífið kom mér á óvart og gæðin á mörgu. Bílaflotinn er flottur og alls ekki bara Lödur og Skódar. Íbúðirnar eru líka fínar og greinilega ótrúlegur uppgangur í Póllandi. Þetta er bara eins og hver önnur evrópsk borg.“ Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Póllandi næsta sumar og Þórir segir augljóst að búið sé að eyða miklum peningum svo heimamenn komi vel fyrir á öllum sviðum. Á því græði þjóðin þó svo að þjóðvegirnir séu ekki allir upp á marga fiska. „Það er mun meira líf þarna en þar sem við vorum í Þýskalandi. Þá bjuggum við aðeins í 25 þúsund manna bæ. Við höfum komið okkur fyrir í fínni íbúð við miðbæinn. Það er ekki yfir neinu að kvarta og reynslan ekkert nema ánægjuleg hingað til.“ Deildin í Póllandi er ekki sú sterkasta. Tvö lið – Kielce og Wisla Plock – eru áberandi sterkust enda hafa þau eytt talsverðu fé í leikmenn. „Við höfum oft átt mjög lélega leiki en samt unnið með svona tíu mörkum. Það segir sitt. Þetta gæti verið betra, en deildin er samt að styrkjast,“ segir Þórir en hvaða markmið hefur félagið hans? „Félagið vill vinna deildina og vildi líka komast í Meistaradeildina,“ segir Þórir, en Kielce lagði lið Guðmundur Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeildinni. „Við lentum svo í mjög erfiðum riðli og þar er ekkert gefins. Það verður erfitt að ná þriðja sæti en við förum samt áfram í fjórða sæti. Stefnan er að vinna heimaleikina og sjá svo til hverju það skilar.“ Selfyssingurinn neitar því ekki að reynslan sé jákvæðari en hann gerði ráð fyrir. „Ég hafði komið þarna áður og séð aðstæður hjá félaginu. Gott lið með góða aðstöðu. Það skemmdi svo ekki fyrir að liðið var á leið í Meistaradeildina. Ég vildi líka vera í liði sem vinnur eitthvað.“ Félagið á ekki sína eigin rútuÞó svo að félagið virðist eiga nóg af peningum er ekki allur aðbúnaður í kringum liðið alveg eins og best verður á kosið. „Félagið á ekki sína eigin rútu og því vitum við aldrei við hverju er að búast þegar þarf að ferðast. Oft er þetta ekkert merkilegt og vegirnir margir hverjir frekar slæmir. Ég tek því með tónlist, bækur og DVD-myndir til að drepa tímann. Vandamálið er samt oftast að það er ekkert rafmagn í rútunum og þegar rafhlaðan er dáin er maður í vondum málum. Það kom mér aðeins á óvart að það væri ekki staðið betur að þessum málum. Í heildina er þetta samt mjög gott og við fjölskyldan sjáum alls ekki eftir því að hafa farið í þetta ævintýri.“ Þórir segist vera ýmsu vanur en þó komi ýmislegt honum spánskt fyrir sjónir. „Það er aðeins þyngra yfir þessu og stundum er öskrað svolítið á mann á æfingum. Það er eðlilegt fyrir þeim að öskra svolítið en það er ekkert illa meint,“ segir Þórir, en skilur hann eitthvað hvað er verið að segja við hann? „Handboltamálið gengur ágætlega en stundum er ég alveg týndur. Ég get samt pantað mér á veitingahúsi og svona. Þetta er samt allt að koma og sumir skilja þýsku og ensku. Þetta bjargast allt saman,“ segir Þórir léttur. Hornamaðurinn ætlar að klára seinna árið í Póllandi og svo er framtíðin alveg óráðin. „Ég verð að sjá hvort ég nenni þessu þá áfram og er í formi. Það er allt opið og hver veit nema ég komi heim og fari að spila á Selfossi. Maður veit aldrei.“
Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira