Sport

Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari

Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn

Bein lýsing frá leik Vals og Fram - Boltavarp Vísis

Boltavarp Vísis er á ferðinni í kvöld. Vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að ljúka við lýsingu frá Ásvöllum í Hafnarfirði eins og til stóð þar sem Haukar og Akureyri eigast við í N1-deild karla. Þess í stað verður lýst frá leik Vals og Fram í Vodafonehöllinni. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem lýsir leiknum.

Handbolti

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Enski boltinn

Alan Shearer myndi taka Rooney með á EM

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, er á því að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, eigi að velja Wayne Rooney í lokahópinn sinn fyrir Evrópumótið í Úkraínu og Póllandi þótt að enski framherjinn verði í banni í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar.

Fótbolti

Bale: Við ætlum á HM 2014

Velski vængmaðurinn Gareth Bale er á því að Wales sé með nógu sterkt lið til þess að komast á lokakeppni HM í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti

Góð gæsaveiði síðustu daga

Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali.

Veiði

Forlan kom meiddur heim frá Úrúgvæ

Forráðamenn Inter fóru ekki í neitt sérstakt jólaskap er þeir sáu framherjann sinn, Diego Forlan, meiðast í landsleik Úrúgvæ og Paragvæ á þriðjudag. Forlan skoraði í leiknum en varð síðan að fara af velli vegna meiðsla.

Fótbolti

Gunnar aðstoðar Zoran

Knattspyrnudeild Keflavíkur náði að setja saman draumaþjálfaraliðið sitt því Gunnar Oddsson hefur samþykkt að verða aðstoðarþjálfari Zorans Daníels Ljubicic.

Íslenski boltinn

Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar

Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið. Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn.

Veiði

Það var kominn tími á búning sem vekti athygli

Karlalið KR mun frumsýna nýjan og endurbættan búning í kvöld er liðið tekur á móti sínum gamla þjálfara, Benedikt Guðmundssyni, og lærisveinum hans í Þór Þorlákshöfn. Breytingarnar koma þó ekki af góðu einu því aðalstjórn KR fór meðal annars fram á breytingar.

Körfubolti