Sport

Kristinn Freyr til Valsmanna

Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn

FIFA gæti leyft fjórðu skiptinguna

Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir hugmynd um að bæta fjórðu skiptingunni við í framlengingum fótboltaleikja þegar knattspyrnulaganefnd sambandsins hittist í næsta mánuði. Fundurinn fer fram í Englandi 3. mars næstkomandi.

Fótbolti

Fimm mörk á fjórum dögum hjá Llorente

Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið sjóðheitur í þessari viku og skoraði tvö mörk fyrir framan landsliðsþjálfarann Vicente Del Bosque þegar Athletic Bilbao sló þriðju deildarliðið CD Mirandés úr úr bikarnum í gær.

Fótbolti

Leeds búið að reka stjórann sinn

Leeds rak í dag stjórann Simon Grayson og þjálfarateymi hans en hann hefur stýrt málunum á Elland Road undanfarin þrjú ár. Unglingaliðsþjálfari félagsins, Neil Redfearn, mun taka tímabundið við liðinu á meðan verður leitað verður að nýjum stjóra.

Enski boltinn

Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu

Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall.

Körfubolti

AGK búið að finna eftirmann Guðjóns Vals

Danska stórliðið AG Kaupmannahöfn hefur fundið eftirmann Guðjón Vals Sigurðssonar sem mun yfirgefa félagið í vor. AG hefur samið við sænska landsliðsmanninn Fredrik Petersen sem er einn besti vinstri hornamaður í heimi.

Handbolti

Guardiola: Ég svara þegar ég veit svarið sjálfur

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er enn ekki búinn að ákveða það hvort að hann haldi áfram með liðið eftir þetta tímabil. Guardiola hefur alltaf samið til eins árs í senn og vill ekki gera lengri saminga þótt að mikill áhugi sé fyrir hendi meðal forráðamanna félagsins.

Fótbolti

Mancini: Þetta tap var mér að kenna

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Everton í gær en það þýddi að nágrannarnir í Manchester United náðu City að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Fleiri útboð á döfinni

Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum.

Veiði

Pienaar kominn aftur til Everton

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar er kominn aftur til Everton en nú sem lánsmaður frá Tottenham til loka tímabilsins. Þetta var staðfest nú rétt fyrir miðnætti.

Enski boltinn

Shaq á nærbuxunum í beinni á TNT

Shaquille O'Neal er óhræddur við að gera grín að sér og öðrum og það breytist ekkert þótt að hann sé orðinn heiðvirður sjónvarpsmaður í umfjöllun TNT um NBA-deildina. Það er nefnilega von á öllu þegar Shaq og Charles Barkley eru saman í sjónvarpssal.

Körfubolti

United ákvað að selja hinn stórefnilega Morrison

Ravel Morrison, átján ára miðvallarleikmaður, gekk í dag í raðir West Ham frá Manchester United. Því hefur verið haldið fram að hann sé einn efnilegasti leikmaður landsins en hann hefur þó átt í talsverðum erfiðleikum utan knattspyrnuvallarins undanfarin ár.

Enski boltinn

Mancini bætti miðjumanni í hópinn

David Pizarro hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Roma til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er 32 ára miðjumaður frá Síle sem hefur lítið fengið að spila á Ítalílu í vetur.

Enski boltinn

Gibson: Fæ örugglega símtöl frá leikmönnum United

Darron Gibson var hógvær í viðtölum eftir að hann tryggði sínum mönnum í Everton 1-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sjálfsagt voru stuðningsmenn Manchester United ekki síður ánægðir með hann en Everton-menn enda tókst United að jafna City að stigum á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Cardiff enn í þriðja sæti

Cardiff var ekki langt frá því að komast upp í annað sæti ensku B-deildarinnar í kvöld en liðið gerði þá jafntefli við Southampton í toppslag. Topplið West Ham steinlá fyrir Ipswich á útivelli.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 72-54

KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna.

Körfubolti