Sport

Skúli Jón og félagar á toppnum

Elfsborg er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Örebro á útivelli í kvöld. Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá félaginu en var ekki í hópnum í kvöld þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða.

Fótbolti

Pálmi Rafn skoraði í tapleik

Lilleström hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni og situr í fallsæti að loknum fimm umferðum. Liðið tapaði fyrir Noregsmeisturum Molde á útivelli, 3-2.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-89 | Grindavík 1-0 yfir

Grindvíkingar sigruðu nýliða Þórs frá Þorlákshöfn 93-89 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld.Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík var með 12 stiga forskot í hálfleik, 56-44, en svæðisvörn Þórs virkaði vel í síðari hálfleik og lokamínútur leiksins voru æsispennandi.

Körfubolti

Gunnar frá í 4-6 vikur

Gunnar Már Guðmundsson mun missa af upphafi Pepsi-deildar karla með liði sínu, ÍBV, þar sem hann þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hné.

Fótbolti

Guardiola stólar á Pique í baráttunni gegn Drogba

Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun að öllum líkindum velja þann kostinn að setja varnarmanninn Gerard Pique í byrjunarliðið gegn Chelsea á morgun í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór á Stamford Bridge í London þar sem að Didier Drogba skoraði mark Chelsea.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Vangaveltur um Liverpool og Kenny Dalglish

Liverpool var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær. Framtíð knattspyrnustjórans Kenny Dalglish var þar efst á blaði og voru skiptar skoðanir um það mál í þættinum. Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Böðvar Bergsson gestur þáttarins fóru yfir stöðuna hjá Liverpool.

Fótbolti

Mancini: "Þetta er ekki í okkar höndum"

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er á þeirri skoðun að Englandsmeistaralið Manchster United sé enn líklegast til þess að fagna sigri í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta. Man City er aðeins þremur stigum á eftir Man Utd en liðin mætast í deildinni eftir viku, mánudaginn 30. apríl á heimavelli Man City.

Enski boltinn

Ben Curtis á sigurbraut á ný | sex ára bið eftir sigri á enda

Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis sigraði á Texas meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í gær og er þetta fyrsti sigur hans í sex ár. Curtis, sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrstu tilraun árið 2003, var fyrir mótið ekki með keppnisrétta á PGA mótaröðinni eftir afleitt gengi á undanförnum árum. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt næstu tvö árin og 140 milljónir kr. í verðlaunafé.

Golf

Gylfi í liði vikunnar | öll mörk og atvik helgarinnar á Vísi

Gylfi Sigurðsson er í liði vikunnar í ensku úrvalsdeildinni en lið hans Swansea gerði 1-1 jafntefli um helgina gegn Bolton á útivelli. Alls fóru 10 leikir fram um helgina í deildinni og vakti 4-4 jafnteflisleikur Englandsmeistaraliðs Manchester United gegn Everton mesta athygli. Liverpool tapaði 1-0 á heimavelli gegn WBA og baráttan er gríðarlega hörð á toppi og botni deildarinnar. Öll mörk helgarinnar og fleiri atvik eru aðgengilegt á sjónvarpshluta Vísis.

Enski boltinn

NBA: Lakers hafði betur gegn Oklahoma í tvíframlengdum leik

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær en það líður að lokum deildarkeppninnar. Kobe Bryant og félagar hans í LA Lakers unnu upp 18 stiga forskot Oklahoma í 114-106 sigri Lakers í tvíframlengdum leik. Bryant skoraði alls 26 stig í leiknum en liðsfélagi hans Metta World Peace var vísað af leikvelli fyrir ljótt brot gegn James Harden í öðrum leikhluta.

Körfubolti

Sokkarnir færa mér gæfu

Úrslitarimma Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla hefst í kvöld í Grindavík. Grindavík lagði Stjörnuna í undanúrslitum á meðan Þór ýtti KR úr vegi.

Körfubolti

Lið ársins í enska boltanum

Manchester City á fjóra leikmenn í liði ársins sem var tilkynnt á uppskeruhátið knattspyrnumanna á Englandi í kvöld. Spurs á þrjá leikmenn en Man. Utd aðeins einn.

Enski boltinn

Slæmt tap hjá Magdeburg

Íslendingaliðið Magdeburg tapaði í dag, 25-30, gegn franska liðinu Dunkerque í undanúrslitum EHF-bikarsins. Þetta var fyrri leikur liðanna.

Handbolti

Muamba: Það er einhver þarna uppi að gæta mín

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, sem lenti í hjartastoppi í miðjum leik fyrir rúmum mánuði síðan, hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma og er hann að nálgast fulla heilsu. Muamba var í viðtali um helgina þar sem að hann ræddi hjartastoppið.

Enski boltinn

GUIF tapaði með einu marki

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu GUIF eru í hörkueinvígi gegn Kristianstad í undanúrslitum sænska handboltans. GUIF vann fyrsta leikinn með tveggja marka mun en tapaði öðrum leiknum í dag með einu marki, 32-31.

Handbolti