Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær.
Framganga Nico Rosberg þótti full glæfraleg þegar hann varði stöðu sína í tvígang. Fyrst gegn Lewis Hamilton sem komst fram úr honum með því að fara út fyrir brautina og síðar í kappakstrinum gegn Alonso sem var ekki svo heppinn að komast framúr.
"Ef það hefði verið veggur þarna væri ég örugglega ekki að segja ykkur hversu óánægður ég er núna," sagði Alonso eftir kappaksturinn. Rosberg vildi ekki tjá sig um atvikið. Það gerði Hamilton ekki heldur.
Dómurum í Barein þótti Rosberg full ákafur og skoðuðu atvikið eftir kappaksturinn en komust að niðurstöðu um að Rosberg hafi ekki gerst brotlegur. Alonso vill hins vegar meina að ökumaður sem verji stöðu sína verði alltaf að gefa nægt pláss fyrir hinn til að komast framúr.
Alonso tvítaði í gærkvöldi og var mjög óánægður með niðurstöðu dómaranna. "Ég held að þið munið hafa gaman af mótunum í framtíðinni. Það má verja stöðu sína í brautinni eins og maður vill og það má taka framúr fyrir utan brautina! Góða skemmtun!"
Alonso öskureiður út í Rosberg
Birgir Þór Harðarson skrifar
Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn