Sport

Fjölskyldan til veiða á sunnudaginn!

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Veiði

Fannar búinn að semja við Wetzlar

Fannar Friðgeirsson er búinn að finna sér nýtt félag en hann er búinn að skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar. Þar hittir Fannar fyrir línumanninn Kára Kristján Kristjánsson.

Handbolti

Gerrard: Rooney mun haga sér vel

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, hefur engar áhyggjur af skapsveiflum félaga síns, Wayne Rooney, og veit vel að hann mun halda sig á mottunni gegn Úkraínu í kvöld.

Fótbolti

Trapattoni neitar að gefast upp

Hinn ítalski þjálfari írska landsliðsins, Giovanni Trapattoni, er miður sín yfir lélegum árangri írska landsliðsins á EM en hann er samt ekki á því að gefast upp. Hann ætlar að koma sterkari til baka með liðið.

Fótbolti

Hodgson: Rooney getur orðið okkar Pelé

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, fær loksins tækifæri til þess að tefla Wayne Rooney fram í kvöld í mikilvægum leik gegn Úkraínu. Hodgson hefur þegar staðfest að Rooney verði í byrjunarliðinu.

Fótbolti

Stelpurnar bakdyramegin til Serbíu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik verður meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í desember. Í gær var tilkynnt að Serbar myndu hlaupa í skarðið fyrir Hollendinga sem gáfu gestgjafahlutverkið frá sér á dögunum. Ísland hafði bestan árangur liða í þriðja sæti.

Handbolti

Rooney má loksins spila

Wayne Rooney hefur þurft að dúsa uppi í stúku í tveimur fyrstu leikjum Englendinga á EM en í kvöld fær hann loksins að klæðast tíunni og hjálpa enska liðinu til þess að komast í átta liða úrslitin. Rooney viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á fyrstu tvo leikina.

Fótbolti

Fuglamaður truflaði verðlaunaafhendingu US Open

Athyglissjúkur einstaklingur stal senunni í verðlaunaafhendingu US Open í nótt. Hann ruddist niður úr stúkunni, tók sér stöðu fyrir framan myndavélarnar og fór að mynda fuglahljóð. Þræleðlilegt alveg.

Golf

Robben: Við þurfum allir að horfa í spegil

Arjen Robben, lykilmaður hollenska landsliðsins, viðurkennir að það hafi verið vandamál innan hollenska landsliðshópsins á Evrópumótinu en Hollendingar fóru stigalausir heim frá EM eftir tapleiki á móti Dönum, Þjóðverjum og Portúgölum.

Fótbolti

Spánverjar og Ítalir í átta liða úrslitin á EM - myndir

Spánverjar og Ítalir unnu lokaleiki sína í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í kvöld og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Ítalir voru ekki í miklum vandræðum með að vinna Íra 2-0 en Spánverjar sluppu með skrekkinn á móti Króötum og tryggðu sér síðan 1-0 sigur í blálokin.

Fótbolti

Manchester United á útivelli eftir 5 af 6 Meistaradeildarleiki sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er örugglega ekki alltof sáttur við leikjadagskránna í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð einkum þar sem að United þarf að spila útileiki eftir fimm af sex leikjum sínum í Meistaradeildinni. Manchester City liðið er hinsvegar í mun betri málum hvað þetta varðar.

Enski boltinn

Slaven Bilic: Við fengum bestu færin í leiknum

Slaven Bilic, þjálfari Króata, horfði upp á sína menn tapa naumlega á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í lokaleik sínum í C-riðli EM í kvöld og missa um leið af sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Króatíska liðið fékk góð færi til að skora áður en varamaðurinn Jesus Navas tryggði spænska liðinu sigurinn í lokin.

Fótbolti

Del Bosque: Þetta var erfiður leikur fyrir okkur

Vicente Del Bosque, þjálfari Spánverja, gat ekki verið rólegur fyrr en í lokin á leik Spánverja og Króata á EM í kvöld. Króatar vantaði bara eitt mark til þess að slá út Heims- og Evrópumeistarana en á endanum var það varamaðurinn Jesus Navas sem tryggði spænska liðinu 1-0 sigur og sæti í átta liða úrslitunum.

Fótbolti

Kristján 104 sætum fyrir ofan Ólaf eftir fyrsta daginn

Kristján Þór Einarsson úr Kili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum eru búnir með fyrsta hring á opna breska áhugamanna golfmótinu sem fram fer í Skotlandi en leikið er á bæði Glasgow Gailes Links og Royal Troon völlunum.

Golf

Spánverjar skoruðu í lokin og slógu út Króata

Varamaðurinn Jesús Navas skoraði sigurmark Heims- og Evrópumeistara Spánverja á móti Króatíu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Jesús Navas kom inn á sem varamaður fyrir Fernando Torres eftir klukkutíma og skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Torres með sjálfstraustið í botni

Fernando Torres hefur sýnt gamalkunna takta á EM og meira að segja tekist að skora. Hann segist spila með sjálfstraustið í botni þar sem hann njóti fyllsta trausts frá þjálfaranum, Vicente del Bosque.

Fótbolti