Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Trausti Hafliðason skrifar 19. júní 2012 08:00 Dagblaðið Badische Zeitung fjallaði um þessi merku tíðindi og hér má einnig sjá mynd af laxinum. Fyrir skömmu gerðust þau merku tíðindi að lax gekk upp ána Rín allt til bæjarins Rheinfelden í Sviss. Þetta hafði ekki gerst í fimmtíu ár. Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), segir þetta verulega góðar fréttir sem og að sjö laxar hafi í vetur gengið upp Elbu alla leið á hrygningarstöðvar sínar í Tékklandi. Dagblaðið Badische Zeitung segir frá laxinum sem veiddist í Rín í frétt í lok maí. Hann vó tæp 13 pund og mældist 89 sentímetra langur. Laxinn var merktur, tekið sýni, og honum síðan sleppt aftur. Rín er á meðal lengstu áa Evrópu. Hún teygir sig rúma 1.200 kílómetra frá Norðursjó og allt niður til Sviss. Laxinn hefur því ferðast um langan veg. Sú staðreynd að hann hafi komist alla þessa leið þykir sýna að bygging laxastiga og hjáleiða framhjá skipalyftum og stíflum hafi borið árangur. Það er hins vegar allt of snemmt að spá nokkru um að það hvort laxagengdi verði mikil á þessum slóðum. Rheinfelden er smábær við landamæri Þýskalands. Þar búa um 12 þúsund manns. Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði
Fyrir skömmu gerðust þau merku tíðindi að lax gekk upp ána Rín allt til bæjarins Rheinfelden í Sviss. Þetta hafði ekki gerst í fimmtíu ár. Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), segir þetta verulega góðar fréttir sem og að sjö laxar hafi í vetur gengið upp Elbu alla leið á hrygningarstöðvar sínar í Tékklandi. Dagblaðið Badische Zeitung segir frá laxinum sem veiddist í Rín í frétt í lok maí. Hann vó tæp 13 pund og mældist 89 sentímetra langur. Laxinn var merktur, tekið sýni, og honum síðan sleppt aftur. Rín er á meðal lengstu áa Evrópu. Hún teygir sig rúma 1.200 kílómetra frá Norðursjó og allt niður til Sviss. Laxinn hefur því ferðast um langan veg. Sú staðreynd að hann hafi komist alla þessa leið þykir sýna að bygging laxastiga og hjáleiða framhjá skipalyftum og stíflum hafi borið árangur. Það er hins vegar allt of snemmt að spá nokkru um að það hvort laxagengdi verði mikil á þessum slóðum. Rheinfelden er smábær við landamæri Þýskalands. Þar búa um 12 þúsund manns.
Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði