Fótbolti

Trapattoni neitar að gefast upp

Hinn ítalski þjálfari írska landsliðsins, Giovanni Trapattoni, er miður sín yfir lélegum árangri írska landsliðsins á EM en hann er samt ekki á því að gefast upp. Hann ætlar að koma sterkari til baka með liðið.

Margir bjuggust við því að Trapattoni myndi hætta eftir mótið en hann er ekki á þeim buxunum að hætta.

"Ég hef margoft náð góðum árangri á mínum ferli og þjálfað mörg frábær lið. Ég hef unnið oftar en ég hef tapað og þegar ég tapa sef ég ekki á næturnar. Ég hugsa um mistökin sem hafa verið gerð," sagði þjálfarinn en Írar töpuðu öllum leikjum sínum á EM.

"Eftir leikina gegn Króatíu og Spáni þá vildi ég spila strax daginn eftir. Mér fannst við samt spila vel gegn Ítalíu.

"Mig langar að koma aftur með nýja orku og nýtt lið og gera enn betur. Ég get ekki beðið eftir næstu undankeppni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×