Stelpurnar bakdyramegin til Serbíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2012 08:00 Hrafnhildur Skúladóttir. Mynd/Pjetur „Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennahandbolta. Algjörlega stórkostlegar," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, sem var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa heyrt tíðindin í gær. Íslenska liðið fékk sæti Hollendinga sem hættu við að halda keppnina á dögunum. Serbar, sem þegar höfðu tryggt sér þátttökurétt á mótinu, verða gestgjafar og því fékk Ísland sætið með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem höfðu ekki komist áfram. „Um leið og við lentum í Keflavík eftir Úkraínuleikinn sagði Einar (Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ) mér að Hollendingar væru hættir við að halda keppnina. Þá rauk ég í tölvuna og sá að við vorum með bestan árangur í þriðja sætinu. Þetta er stórkostlegt," segir Hrafnhildur. Miðað var við árangur þjóðanna í þriðja sæti gegn liðunum tveimur í sætunum fyrir ofan. Ísland og Pólland unnu bæði einn leik af fjórum en markatala Íslands úr leikjunum var betri og munaði þar ellefu mörkum. Var orðin fáránlega bjartsýn„Einhver sagði við mig að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að kyngja því að fá ekki þetta pláss en að tapa upphaflega á móti Úkraínu. Ég var orðin það fáránlega bjartsýn," segir Hrafnhildur en þetta er þriðja stórmótið í röð sem kvennalandsliðið mætir á þó svo liðið fari bakdyramegin inn í þetta skiptið. „Þetta er náttúrulega fáránlegt en þetta hefur gerst tvisvar hjá karlaliðinu," segir Hrafnhildur og rifjar upp Ólympíuleikana 1984 og 1992 þegar karlalandsliðið fékk óvænt sæti á leikunum. Liðið náði góðum árangri í bæði skiptin og fróðlegt verður að fylgjast með gengi stelpnanna í Serbíu. Serbía kom strax upp í kollinnFjölmargar þjóðir lýstu yfir áhuga á að halda mótið þegar Hollendingar hættu við. Helga H. Magnúsdóttir, sem situr í mótanefnd Evrópska handknattleikssambandsins, segir Serbíu góðan kost. „Serbía var fyrsta landið sem kom upp í hugann þegar þessi ósköp gengu yfir. Serbar voru nýbúnir að halda karlamótið sem þeir gerðu mjög vel. Það er allt klárt þar sem skiptir máli með svo stuttum fyrirvara. Það verða notaðir sömu keppnisstaðir og þeir segja að mannskapurinn sé tilbúinn og allt klárt," segir Helga. Serbar verða einnig gestgjafar á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í desember 2013 og segir Helga að handknattleiksforysta landsins njóti greinilega mikils stuðnings yfirvalda þar í landi. Helga segir það strax hafa litið þannig út að Ísland myndi hljóta lausa sætið ef nýr gestgjafi yrði þjóð sem hefði þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu. „Þetta var eiginlega borðleggjandi en maður þorir aldrei að fullyrða neitt fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir," segir Helga sem segir að þó hafi komið upp í umræðunni að Holland og Ísland myndu spila um lausa sætið. „Sú hugmynd var hins vegar drepin í fæðingu," segir Helga. Ísland verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla á ársþingi EHF sem fram fer í Mónakó á föstudaginn. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennahandbolta. Algjörlega stórkostlegar," segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, sem var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa heyrt tíðindin í gær. Íslenska liðið fékk sæti Hollendinga sem hættu við að halda keppnina á dögunum. Serbar, sem þegar höfðu tryggt sér þátttökurétt á mótinu, verða gestgjafar og því fékk Ísland sætið með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem höfðu ekki komist áfram. „Um leið og við lentum í Keflavík eftir Úkraínuleikinn sagði Einar (Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ) mér að Hollendingar væru hættir við að halda keppnina. Þá rauk ég í tölvuna og sá að við vorum með bestan árangur í þriðja sætinu. Þetta er stórkostlegt," segir Hrafnhildur. Miðað var við árangur þjóðanna í þriðja sæti gegn liðunum tveimur í sætunum fyrir ofan. Ísland og Pólland unnu bæði einn leik af fjórum en markatala Íslands úr leikjunum var betri og munaði þar ellefu mörkum. Var orðin fáránlega bjartsýn„Einhver sagði við mig að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að kyngja því að fá ekki þetta pláss en að tapa upphaflega á móti Úkraínu. Ég var orðin það fáránlega bjartsýn," segir Hrafnhildur en þetta er þriðja stórmótið í röð sem kvennalandsliðið mætir á þó svo liðið fari bakdyramegin inn í þetta skiptið. „Þetta er náttúrulega fáránlegt en þetta hefur gerst tvisvar hjá karlaliðinu," segir Hrafnhildur og rifjar upp Ólympíuleikana 1984 og 1992 þegar karlalandsliðið fékk óvænt sæti á leikunum. Liðið náði góðum árangri í bæði skiptin og fróðlegt verður að fylgjast með gengi stelpnanna í Serbíu. Serbía kom strax upp í kollinnFjölmargar þjóðir lýstu yfir áhuga á að halda mótið þegar Hollendingar hættu við. Helga H. Magnúsdóttir, sem situr í mótanefnd Evrópska handknattleikssambandsins, segir Serbíu góðan kost. „Serbía var fyrsta landið sem kom upp í hugann þegar þessi ósköp gengu yfir. Serbar voru nýbúnir að halda karlamótið sem þeir gerðu mjög vel. Það er allt klárt þar sem skiptir máli með svo stuttum fyrirvara. Það verða notaðir sömu keppnisstaðir og þeir segja að mannskapurinn sé tilbúinn og allt klárt," segir Helga. Serbar verða einnig gestgjafar á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í desember 2013 og segir Helga að handknattleiksforysta landsins njóti greinilega mikils stuðnings yfirvalda þar í landi. Helga segir það strax hafa litið þannig út að Ísland myndi hljóta lausa sætið ef nýr gestgjafi yrði þjóð sem hefði þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu. „Þetta var eiginlega borðleggjandi en maður þorir aldrei að fullyrða neitt fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir," segir Helga sem segir að þó hafi komið upp í umræðunni að Holland og Ísland myndu spila um lausa sætið. „Sú hugmynd var hins vegar drepin í fæðingu," segir Helga. Ísland verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla á ársþingi EHF sem fram fer í Mónakó á föstudaginn.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira