Fótbolti

Del Bosque: Þetta var erfiður leikur fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesus Navas skorar sigurmark Spánverja í kvöld.
Jesus Navas skorar sigurmark Spánverja í kvöld. Mynd/AP
Vicente Del Bosque, þjálfari Spánverja, gat ekki verið rólegur fyrr en í lokin á leik Spánverja og Króata á EM í kvöld. Króatar vantaði bara eitt mark til þess að slá út Heims- og Evrópumeistarana en á endanum var það varamaðurinn Jesus Navas sem tryggði spænska liðinu 1-0 sigur og sæti í átta liða úrslitunum.

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum mikið með boltann og sýndum að við getum stýrt leik," sagði Vicente Del Bosque eftir leikinn.

„Við ætlum að vinna þennan leik og vorum ekki að leika upp á jafntefli. Við erum búnir að taka skref í rétta átt og þessi úrslit ættu að hvetja okkur áfram fyrir átta liða úrslitin," sagði Del Bosque.

„Liðið spilaði vel þótt að hlutirnir gengur ekki alveg upp eftir planinu. Við eigum engan óskamótherja í átta liða úrslitunum og verðum tilbúnir hvort sem það verður Frakkland, England og Úkraína," sagði Del Bosque.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×