Fótbolti

Hodgson: Rooney getur orðið okkar Pelé

Hodgson og Rooney.
Hodgson og Rooney.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, fær loksins tækifæri til þess að tefla Wayne Rooney fram í kvöld í mikilvægum leik gegn Úkraínu. Hodgson hefur þegar staðfest að Rooney verði í byrjunarliðinu.

Hodgson hefur ákveðið að fara þá leið að hvetja Rooney til þess að taka málin í sínar hendur eins og Pelé gerði á sínum tíma. Bara engin pressa. Reyndar er Rooney sá eini í enska hópnum sem hefur þorað að segja að liðið geti unnið mótið.

"Ef við lítum á söguna og tökum Pelé sem dæmi. Hann náði alltaf sínu besta fram á stórmótum og þegar mest lá við. Þess vegna vann Brasilía HM. Vonandi getur Rooney gert það sama fyrir okkur. Ef við vinnum, hver veit," sagði Hodgson.

"Ef Wayne nær sínu besta fram þá getur hann hjálpað okkur að komast enn lengra. Það vita allir hvað hann getur og hann gerir okkur mun hættulegri. Hann er í heimsklassa og ég sé í augunum á honum að hann getur ekki beðið eftir að komast út á völlinn og sýna sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×