Fótbolti

Slaven Bilic: Við fengum bestu færin í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Slaven Bilic, þjálfari Króata, horfði upp á sína menn tapa naumlega á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánverja í lokaleik sínum í C-riðli EM í kvöld og missa um leið af sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Króatíska liðið fékk góð færi til að skora áður en varamaðurinn Jesus Navas tryggði spænska liðinu sigurinn í lokin.

„Ég vil byrja á því að óska Spánverjum til hamingju með sigurinn en fyrst og fremst vil ég hrósa mínum leikmönnum fyrir frammistöðuna," sagði Slaven Bilic.

„Við fengum bestu færin í leiknum en þegar þú ert að mæta Heims- og Evrópumeisturunum þá verður að nýta svona færi," sagði Bilic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×