Fótbolti

Farðu til helvítis Advocaat!

Dick Advocaat.
Dick Advocaat.
Rússneskir fjölmiðlar tóku landslið sitt engum vettlingatökum eftir að liðið féll úr keppni á EM eftir neyðarlegt tap gegn Grikkjum.

Fyrirsagnir á borð við "Til skammar, óþokkar og sóun á plássi" voru vinsælar en Tvoi Den gekk líklega lengst með því að kenna hollenska þjálfaranum Dick Advocaat um allt saman.

Fyrirsögn þeirra var einföld: "Farðu til helvítis, Advocaat!" Þarna eru menn ekki að skafa utan af því.

Fjölmiðlarnir gagnrýndu einnig hugarfar leikmanna sem þeir sögðu eingöngu hugsa um bónusgreiðslur en ekki landið sitt.

Sérstaklega fannst þeim vont að liðið skildi ekki leggja sig almennilega fram í ljósi þess að þúsundir Rússa lögðu sig í hættu með því að fara til Póllands.

Advocaat er hættur að stýra rússneska liðinu og tekur við PSV Eindhoven fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×