Fótbolti

Torres með sjálfstraustið í botni

Fernando Torres hefur sýnt gamalkunna takta á EM og meira að segja tekist að skora. Hann segist spila með sjálfstraustið í botni þar sem hann njóti fyllsta trausts frá þjálfaranum, Vicente del Bosque.

Torres átti hreint hörmulega leiktíð á Englandi og áttu því ekki margir von á miklu frá honum á EM.

"Ég skoraði tvö mörk í síðasta leik gegn Írum og liðið lék vel. Mér líður vel og sjálfstraustið í góðu lagi. Ég sé það ekkert breytast enda stendur þjálfarinn þétt við bakið á mér," sagði Torres.

"Það er nóg eftir af þessu móti og ég okkar lið dafna og verða sterkara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×