Fótbolti

Robben: Við þurfum allir að horfa í spegil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben.
Arjen Robben. Mynd/AFP
Arjen Robben, lykilmaður hollenska landsliðsins, viðurkennir að það hafi verið vandamál innan hollenska landsliðshópsins á Evrópumótinu en Hollendingar fóru stigalausir heim frá EM eftir tapleiki á móti Dönum, Þjóðverjum og Portúgölum.

„Auðvitað voru vandamál innan liðsins en við ætlum að halda þeim innanhúss og trúið mér fyrir því að við reyndum allt. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur," sagði Arjen Robben.

„Hungrið í liðinu var til staðar en okkur mistókst öllum saman. Ég er þá að tala um starfsmenn liðsins, leikmennina og alla sem komu að liðinu. Þetta er harður veruleiki íþróttanna og nú verðum við allir að horfa í spegil," sagði Robben.

Arjen Robben spilaði 263 mínútur af 270 í boði en tókst ekki að skora á mótinu. Hann átti reyndar eina stoðsendingu í síðasta leiknum en aðeins þrjú af tólf skotum hans rötuðu á markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×