Fótbolti

Spánverjar og Ítalir í átta liða úrslitin á EM - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Spánverjar og Ítalir unnu lokaleiki sína í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í kvöld og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Ítalir voru ekki í miklum vandræðum með að vinna Íra 2-0 en Spánverjar sluppu með skrekkinn á móti Króötum og tryggðu sér síðan 1-0 sigur í blálokin.

Antonio Cassano og Mario Balotelli skoruðu mörk Ítala á móti Írum. Cassano skoraði fyrra markið með skalla eftir hornspyrnu Andrea Pirlo. í fyrri hálfleik en Balotelli það síðara í lokin með frábæru viðstöðulausu skoti eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Spánverjar tryggðu sér sigur í riðlinum með því að vinna 1-0 sigur á Króatíu. Jesús Navas kom inn á sem varamaður fyrir Fernando Torres eftir klukkutíma og skoraði eina markið leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok.

Ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar voru að sjálfsögðu mættir með myndavélar sínar á leikina í kvöld og við höfum tekið saman myndasyrpu frá leikjum dagsins. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×