Fréttir

Aðmírállinn virðist enn á lífi

Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær.

Erlent

Skip­stjórinn dæmdur vegna dauða 27 á Dóná

Dómstóll í Ungverjalandi dæmdi í morgun skipstjóra skemmtiferðaskipsins Viking Sigyn í fimm og hálfs árs fangelsi vegna aðildar sinnar að árekstri skipsins og útsýnisbátsins Mermaid á Dóná í höfuðborginni Búdapest þann 30. maí árið 2019. 27 manns fórust í slysinu.

Erlent

Ey­gló nýr for­maður stjórnar Sjúkra­trygginga

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR.

Innlent

McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp.

Erlent

Snyrti­fræðingar vilja reglu­gerð frá ráðu­neytinu

Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga gerir al­var­legar at­huga­semdir við vinnu­brögð af því tagi sem lýst er í sjón­varps­þættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ó­fag­lærðir sinna fegrunar­með­ferðum með fylli­efnum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál.

Innlent

Aukin skriðu­hætta og gular við­varanir

Veðurstofa Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Ströndum, Tröllaskaga og á Flateyjarskaga í ljósi lægðar sem gengur upp að sunnanverðu landinu í dag og staldrar þar við næstu daga.

Veður

Lög­maður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk

Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. 

Innlent

Á­kærð fyrir að að reyna að bana enn einu korna­barninu

Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 

Erlent

Verj­endur ó­á­nægðir með kaffi­skort

Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama.

Innlent

Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara

Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra.

Innlent