Erlent

Tugir látnir eftir sprengingu í Na­gorno Kara­bakh

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þúsundir flýja nú héraðið af ótta við þjóðernishreinsanir Asera.
Þúsundir flýja nú héraðið af ótta við þjóðernishreinsanir Asera. AP Photo/Vasily Krestyaninov

Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi.

Óljóst er hvað olli sprengingunni sem varð í útjaðri höfuðborgar héraðsins, Stepanakert. Fjöldi fólks stóð í biðröðum við stöðina þar sem því hafði verið lofað eldsneyti sem er af skornum skammti í héraðinu.

Flóttamannastraumuyrinn frá Nagorno Karabakh héraði í Asérbaijan og til Armeníu þyngist nú dag frá degi eftir að stjórnarher Asera tók völdin í héraðinu sem að messtu er byggt Armenum. Tæplega 7000 manns hafa nú farið til Armeníu en allt í allt búa 120 þúsund Armenar í Nagorno Karabakh. Mestmegnis er um að ræða fólk sem missti heimili sín í árásum Asera á dögunum.

Forsætisráðherra Armena segir ljóst að Aserar séu að hefja þjóðernishreinsanir í héraðinu og hvetur hann alþjóðasamfélagið til þess að bregðast við. Aserar hafna því að verið sé að hrekja Armena á brott, heldur standi til að gera Armena í Nagorno Karabakh hluta af heildinni í Asérbaijan.

Viðræður milli landanna tveggja hefjast síðar í dag í Brussel í Belgíu en hingað til hafa ríkin ekkert rætt saman síðan Aserar hófu atlögu sína.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×