Síle niðurlægði Mexíkó og Argentína flaug áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2016 11:07 Alexis Sánchez og Eduardo Vargas skoruðu fimm af sjö mörkum Síle í nótt. vísir/getty Seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, fóru fram í nótt. Ótrúleg úrslit urðu í leik Síle og Mexíkó í Santa Clara. Sílemenn, sem eru ríkjandi Suður-Ameríkumeistarar, voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og hreinlega niðurlægðu Mexíkóa. Lokatölur 7-0, Síle í vil. Eduardo Vargas skoraði fernu í leiknum en hann er nú orðinn markahæstur í keppninni með sex mörk. Edson Puch skoraði tvö mörk og Alexis Sánchez eitt. Sílemenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Puch og Vargas og þeir gengu svo frá leiknum í byrjun seinni hálfleik. Sánchez skoraði á 49. mínútu, sitt þriðja mark í keppninni, og Vargas gerði svo sitt annað mark þremur mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 57. mínútu. Vargas skoraði sitt fjórða mark á 74. mínútu og Puch bætti sjöunda markinu við áður en yfir lauk. Lokatölur 7-0 og fyrsta tap Mexíkó eftir 22 leiki án taps í röð staðreynd. Sílemenn mæta Kólumbíu í undanúrslitum keppninnar en í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast Bandaríkin og Argentína við.Messi og Higuaín sáu um Venesúela.vísir/gettyArgentínumenn tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin með öruggum 4-1 sigri á Venesúela í nótt. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu í fyrsta sinn í keppninni og hann átti frábæran leik. Barcelona-maðurinn byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Gonzalo Higuaín á 8. mínútu. Higuaín gerði svo sitt annað mark tuttugu mínútum síðar eftir fáránleg mistök í vörn Venesúela og staðan 2-0 í hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Higuaíns í keppninni í ár. Venesúelamenn fengu reyndar kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar mexíkóski dómarinn Roberto García Orozco dæmdi vítaspyrnu á Sergio Romero, markvörð Argentínu. Romero bætti hins vegar upp fyrir mistökin með því að grípa auma vítaspyrnu Luis Seijas. Messi kom Argentínu í 3-0 eftir klukkutíma leik og hann lagði svo fjórða markið upp fyrir varamanninn Erik Lamela á 71. mínútu. Í millitíðinni minnkaði Salomón Rondón muninn. Lokatölur 4-1, Argentínumönnum í vil.Síle 7-0 Mexíkó Argentína 4-1 Venesúela Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður Arsenal hetjan þegar Kólumbía fór í undanúrslit Kólumbía er komin í undanúrslit Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, í fyrsta sinn í 12 ár eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni í nótt. 18. júní 2016 10:49 Bandaríkin í undanúrslit Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik. 17. júní 2016 09:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, fóru fram í nótt. Ótrúleg úrslit urðu í leik Síle og Mexíkó í Santa Clara. Sílemenn, sem eru ríkjandi Suður-Ameríkumeistarar, voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og hreinlega niðurlægðu Mexíkóa. Lokatölur 7-0, Síle í vil. Eduardo Vargas skoraði fernu í leiknum en hann er nú orðinn markahæstur í keppninni með sex mörk. Edson Puch skoraði tvö mörk og Alexis Sánchez eitt. Sílemenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Puch og Vargas og þeir gengu svo frá leiknum í byrjun seinni hálfleik. Sánchez skoraði á 49. mínútu, sitt þriðja mark í keppninni, og Vargas gerði svo sitt annað mark þremur mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 57. mínútu. Vargas skoraði sitt fjórða mark á 74. mínútu og Puch bætti sjöunda markinu við áður en yfir lauk. Lokatölur 7-0 og fyrsta tap Mexíkó eftir 22 leiki án taps í röð staðreynd. Sílemenn mæta Kólumbíu í undanúrslitum keppninnar en í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast Bandaríkin og Argentína við.Messi og Higuaín sáu um Venesúela.vísir/gettyArgentínumenn tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin með öruggum 4-1 sigri á Venesúela í nótt. Lionel Messi var í byrjunarliði Argentínu í fyrsta sinn í keppninni og hann átti frábæran leik. Barcelona-maðurinn byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Gonzalo Higuaín á 8. mínútu. Higuaín gerði svo sitt annað mark tuttugu mínútum síðar eftir fáránleg mistök í vörn Venesúela og staðan 2-0 í hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Higuaíns í keppninni í ár. Venesúelamenn fengu reyndar kjörið tækifæri til að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar mexíkóski dómarinn Roberto García Orozco dæmdi vítaspyrnu á Sergio Romero, markvörð Argentínu. Romero bætti hins vegar upp fyrir mistökin með því að grípa auma vítaspyrnu Luis Seijas. Messi kom Argentínu í 3-0 eftir klukkutíma leik og hann lagði svo fjórða markið upp fyrir varamanninn Erik Lamela á 71. mínútu. Í millitíðinni minnkaði Salomón Rondón muninn. Lokatölur 4-1, Argentínumönnum í vil.Síle 7-0 Mexíkó Argentína 4-1 Venesúela
Fótbolti Tengdar fréttir Markvörður Arsenal hetjan þegar Kólumbía fór í undanúrslit Kólumbía er komin í undanúrslit Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, í fyrsta sinn í 12 ár eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni í nótt. 18. júní 2016 10:49 Bandaríkin í undanúrslit Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik. 17. júní 2016 09:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Markvörður Arsenal hetjan þegar Kólumbía fór í undanúrslit Kólumbía er komin í undanúrslit Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, í fyrsta sinn í 12 ár eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni í nótt. 18. júní 2016 10:49
Bandaríkin í undanúrslit Bandaríkjamenn voru fyrstir að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Copa America eftir 2-1 sigur á Ekvador í geggjuðum leik. 17. júní 2016 09:30