Innlent

Samtökin '78 kæra Gunnar í Krossinum

Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins hefur verið kærður til lögreglu af Samtökunum 78 vegna greinar sem birt var í Morgunblaðinu 26. febrúar síðastliðin en þar fer Gunnar hörðum orðum um samkynhneigða og líf þeirra.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna '78, lagði kæruna fram hinn 27. febrúar síðastliðinn. Tilefni kærunnar er fyrst og fremst þær skoðanir Gunnars í Krossinum á fjölskyldum samkynhneigðra, sem hann telur upp í sjö liðum í grein sinni. Formaður Samtakanna segir í kærunni að í grein sinni grípi Gunnar fordóma úr lausu lofti og tjái sem óvefengjanlegan sannleika. Kæran er borin fram á grundvelli 233a gr. almennra hegningarlaga þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast opinberlega með háði, rógi, smánun eða ógnun á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra. "Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkan sársauka og þjáningu það veldur heilum þjóðfélagshópi, samkynhneigðum og börnum þeirra, sem skipta hundruðum hér á landi, að mega þola slíkar staðhæfingar opinberlega, nema hlutur þeirra verði réttur með málsókn ákæruvaldsins og refsingu." segir í kærunni.

Ekki náðist í Gunnar Þorsteinsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttamanns.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.