
Vísir
Nýlegt á Vísi
Stjörnuspá
04. október 2023
Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana
Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð.

Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar
TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni.

Tindastóll vann Pernu í Eistlandi
Tindastóll tók stórt skref í átt að riðlakeppni evrópubikarsins í dag er liðið vann Pernu í Eistlandi. Liðin buðu áhorfendum ekki uppá mikla skemmtun í fyrri hálfleik og stigaskor lágt, 35-26 voru hálfleikstölur Eistunum í vil. Tindastóll tókst að tryggja sig sigur að lokum, 62-69 urðu lokatölur leiksins.

Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi
Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum.

Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „verulega“ bankastarfsemina
Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði.

Pjúra lúxus í öllum atriðum
Sænski bílaframleiðandinn Polestar ætlar sér stóra hluti í rafbílavæðingu heimsbyggðarinnar og vill flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta með hágæða hönnun og tækni. Fyrirtækið stefnir á að vera með fimm tegundir rafbíla í vörulínu sinni árið 2026.