
Vísir



Nýlegt á Vísi
Stjörnuspá
21. september 2023
Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Umfangsmiklar árásir á báða bóga
Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Yfir sautján þúsund miðar seldir á leik Breiðabliks í Tel Aviv í kvöld
Rétt yfir sautján þúsund miðar hafa verið seldir á leik Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv í kvöld.

Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum
Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu.

Ótrúleg flautukarfa Hauka tryggði titilinn
Haukakonur urðu í kvöld meistarar meistaranna í körfubolta þegar þær lögðu Íslandsmeistara Vals í Origo höllinni. Sigurkarfan kom í þann mund sem lokaflautið gall, flautukarfa frá Keiru Robinson sem tryggði gestunum úr Hafnarfirði sigurinn.

Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni
Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum.

„Áþreifanleg ruðningsáhrif“ vegna uppgangs í ferðaþjónustu
Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „áþreifanleg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði.

Hleðslukvíðinn heyrir sögunni til með nýrri kynslóð
Splunkunýr rafknúinn sportjeppi Peugeot E-3008 kemur til landsins í febrúar 2024. Bíllinn þykir marka tímamót í hönnun rafbíla hjá Peugeot og muni mæta þörfum íslenska rafbílamarkaðarins. Forsala hefst í október hjá Brimborg.