Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Hjörvar Ólafsson skrifar 20. september 2025 15:52 vísir/Anton Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 8-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Agla María Albertsdóttir skallaði þá boltann út í teiginn og Berglind Björg skoraði með föstu skoti. Berglind Björg var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og líkt og í fyrra markinu var það Agla María sem lagði upp markið. Agla María setti Berglindi Björgu í gegn og framherjinn kláraði færið af stakri prýði. Með þessum tveimur mörkum jafnaði Berglind Björg goðsögnina Ástu B. Gunnlaugsdóttur á toppi listans yfir markahæstu leikmenn í sögu Breiðabliks. Ásta skoraði á sínum tíma 195 mörk í 189 leikjum fyrir Blika. Henríetta Ágústsdóttir minnkaði síðan muninn skömmu síðar fyrir Þór/KA með glæsilegu marki. Henríetta lét vaða nokkuð fyrir utan vítateig Blika og boltinn fór í þverslána og inn. Leikmenn Blika voru hins vegar ekki lengi að auka forystu sína en miðverðirnir unnu saman í þriðja marki Breiðabliks. Elín Helena Karlsdóttir sendi þá boltann beint á ennið á kollega sínum Helgu Rut Einarsdóttur sem skallaði boltann í netið. Leikmenn Blika gengu svo frá leiknum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Enn og aftur bar samvinna Berglindar Bjargar og Öglu Maríu árangur og Berglind Björg bætti við sínu þriðja marki og fjórða marki heimakvenna. Agla María var sjálf á ferðinni mínútu síðar en Birta Georgsdóttir komst upp að endamörkum og sendi boltann á Öglu Maríu sem kláraði færið með fínu skoti. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti Karítas Tómasdóttir hnitmiðaða fyrirgjöf sem Berglind Björg þefaði upp og skallaði í markið. Berglind Björg var ekki hætt en hún bætti fimmta marki sínu við í upphafi seinni hálfleiks. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir setti þá Berglindi Björgu í gegn og hún vippaði boltanum laglega yfir Jessicu Grace Berlin. Henríetta lagaði stöðuna fyrir gestina að norðan eftir klukkutíma þegar hún stangaði hornspyrnu Karenar Maríu Sigurdeirsdóttur inn. Berglind Björg er kominn með fimm marka forskot á liðsfélaga sinn, Birtu Georgsdóttur, sem markahæsti leikmaður deildarinnar og þremur mörkum meira en Ásta sem markahæsti leikmaður í sögu Blika. Samantha Rose Smith kom inná sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks og hún vildi fá að vera með í markaveislunni. Birta lagði þá upp sitt annað mark í leiknum en hún fann Samönthu með fyrirgjöf sinni og Samantha sá um rest. Andrea Rut Bjarnadóttir rak síðasta naglann í líkkistu norðankvenna á lokaandartaki leiksins. Karítas átti sína aðra stoðsnendingu í leiknum og Andrea Rut setti boltann í stöngina og inn. Breiðablik fer inn í leikina við liðin sem eru fyrir neðan toppliðið með 49 stig 11 stiga forystu á FH sem er í öðru sæti. Auk FH mun Breiðablik etja kappi við Þrótt, Val, Stjörnuna og Víking í keppni sex efstu liðanna. Þór/KA er hins vegar í sjöunda sæti með 21 stig og fer í baráttu við Fram og Tindastól um að forðast fall úr deildinni. Fram hefur 21 stig eins og Þór/KA og Tindastóll er með 17 stig. FHL er svo nú þegar fallið úr efstu deild með sín fjögur stig á botni deildarinnar. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA
Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 8-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Agla María Albertsdóttir skallaði þá boltann út í teiginn og Berglind Björg skoraði með föstu skoti. Berglind Björg var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og líkt og í fyrra markinu var það Agla María sem lagði upp markið. Agla María setti Berglindi Björgu í gegn og framherjinn kláraði færið af stakri prýði. Með þessum tveimur mörkum jafnaði Berglind Björg goðsögnina Ástu B. Gunnlaugsdóttur á toppi listans yfir markahæstu leikmenn í sögu Breiðabliks. Ásta skoraði á sínum tíma 195 mörk í 189 leikjum fyrir Blika. Henríetta Ágústsdóttir minnkaði síðan muninn skömmu síðar fyrir Þór/KA með glæsilegu marki. Henríetta lét vaða nokkuð fyrir utan vítateig Blika og boltinn fór í þverslána og inn. Leikmenn Blika voru hins vegar ekki lengi að auka forystu sína en miðverðirnir unnu saman í þriðja marki Breiðabliks. Elín Helena Karlsdóttir sendi þá boltann beint á ennið á kollega sínum Helgu Rut Einarsdóttur sem skallaði boltann í netið. Leikmenn Blika gengu svo frá leiknum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Enn og aftur bar samvinna Berglindar Bjargar og Öglu Maríu árangur og Berglind Björg bætti við sínu þriðja marki og fjórða marki heimakvenna. Agla María var sjálf á ferðinni mínútu síðar en Birta Georgsdóttir komst upp að endamörkum og sendi boltann á Öglu Maríu sem kláraði færið með fínu skoti. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti Karítas Tómasdóttir hnitmiðaða fyrirgjöf sem Berglind Björg þefaði upp og skallaði í markið. Berglind Björg var ekki hætt en hún bætti fimmta marki sínu við í upphafi seinni hálfleiks. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir setti þá Berglindi Björgu í gegn og hún vippaði boltanum laglega yfir Jessicu Grace Berlin. Henríetta lagaði stöðuna fyrir gestina að norðan eftir klukkutíma þegar hún stangaði hornspyrnu Karenar Maríu Sigurdeirsdóttur inn. Berglind Björg er kominn með fimm marka forskot á liðsfélaga sinn, Birtu Georgsdóttur, sem markahæsti leikmaður deildarinnar og þremur mörkum meira en Ásta sem markahæsti leikmaður í sögu Blika. Samantha Rose Smith kom inná sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks og hún vildi fá að vera með í markaveislunni. Birta lagði þá upp sitt annað mark í leiknum en hún fann Samönthu með fyrirgjöf sinni og Samantha sá um rest. Andrea Rut Bjarnadóttir rak síðasta naglann í líkkistu norðankvenna á lokaandartaki leiksins. Karítas átti sína aðra stoðsnendingu í leiknum og Andrea Rut setti boltann í stöngina og inn. Breiðablik fer inn í leikina við liðin sem eru fyrir neðan toppliðið með 49 stig 11 stiga forystu á FH sem er í öðru sæti. Auk FH mun Breiðablik etja kappi við Þrótt, Val, Stjörnuna og Víking í keppni sex efstu liðanna. Þór/KA er hins vegar í sjöunda sæti með 21 stig og fer í baráttu við Fram og Tindastól um að forðast fall úr deildinni. Fram hefur 21 stig eins og Þór/KA og Tindastóll er með 17 stig. FHL er svo nú þegar fallið úr efstu deild með sín fjögur stig á botni deildarinnar.
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn