Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2025 09:00 Breiðablik jafnaði undir lokin gegn ÍBV en langt er síðan liðið vann leik í Bestu deild karla. vísir/diego Ástandið hjá Breiðabliki var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Íslandsmeistararnir hafa ekki unnið í sjö leikjum í Bestu deild karla í röð. Á mánudaginn gerði Breiðablik 1-1 jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli í 22. umferð Bestu deildarinnar. Liðið fékk aðeins tólf stig í seinni umferðinni og er átta stigum á eftir toppliði Víkings. „Það tikkar ekki allt þarna. Mér finnst vanta grimmd. Þeir fara ekki í annan bolta. Auðvitað eru þeir góðir þegar þeir eru með boltann og byrja sitt spil og annað slíkt. En Eyjamenn komust alltaf bak við boltann og stór hluti af sóknartilburðum Blika er þegar Eyjamenn eru allir komnir bak við boltann,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um stöðu Breiðabliks í Stúkunni. „Þeir eru í einhverjum hjólförum og ná sér ekki upp úr því. Þeir hafa ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni. Það eru þrjú sæti sem gefa Evrópusæti og núna eru sex stig upp í mögulegt Evrópusæti og fimmtán stig í pottinum.“ Klippa: Stúkan - umræða um stöðu Breiðabliks Hefur svo sannarlega ekki gerst Baldur Sigurðsson hefur enga trú á því að Breiðablik nái Evrópusæti. „Alls ekki. Þeir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 19. júlí, frá því Evrópukeppnin byrjaði hafa þeir ekki unnið leik. Maður ræðir fótbolta alls staðar og hefur alltaf sagt að þeir komist inn í þessa riðlakeppni og þá geta þeir andað léttar, hrökkvi í gang og komi sér að fullu inn í toppbaráttuna en það hefur svo sannarlega ekki gerst,“ sagði Baldur. Hann segir erfitt að festa fingur á það hvað hefur farið úrskeiðis hjá Blikum í sumar en augljósa svarið væri varnarleikurinn. Hvert er hlutverk Alfreðs? Sigurbjörn sér ekki marga ljósa punkta hjá Breiðabliki og finnst umræðan í kringum liðið neikvæð. „Mér finnst áran yfir Breiðabliki ekki góð. Nú eru þeir að röfla yfir því að það var framlengt við Dóra [Halldór Árnason, þjálfara] og helmingurinn í stjórn hafi ekki vitað það,“ sagði Sigurbjörn og strákarnir ræddu svo hlutverk Alfreðs Finnbogasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki. „Maður áttar sig ekki á því. Er þetta uppbyggingarhlutverk eða hvað?“ sagði Baldur. Breiðablik er í 4. sæti Bestu deildarinnar fyrir síðustu fimm leiki tímabilsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01 Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Á mánudaginn gerði Breiðablik 1-1 jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli í 22. umferð Bestu deildarinnar. Liðið fékk aðeins tólf stig í seinni umferðinni og er átta stigum á eftir toppliði Víkings. „Það tikkar ekki allt þarna. Mér finnst vanta grimmd. Þeir fara ekki í annan bolta. Auðvitað eru þeir góðir þegar þeir eru með boltann og byrja sitt spil og annað slíkt. En Eyjamenn komust alltaf bak við boltann og stór hluti af sóknartilburðum Blika er þegar Eyjamenn eru allir komnir bak við boltann,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um stöðu Breiðabliks í Stúkunni. „Þeir eru í einhverjum hjólförum og ná sér ekki upp úr því. Þeir hafa ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni. Það eru þrjú sæti sem gefa Evrópusæti og núna eru sex stig upp í mögulegt Evrópusæti og fimmtán stig í pottinum.“ Klippa: Stúkan - umræða um stöðu Breiðabliks Hefur svo sannarlega ekki gerst Baldur Sigurðsson hefur enga trú á því að Breiðablik nái Evrópusæti. „Alls ekki. Þeir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 19. júlí, frá því Evrópukeppnin byrjaði hafa þeir ekki unnið leik. Maður ræðir fótbolta alls staðar og hefur alltaf sagt að þeir komist inn í þessa riðlakeppni og þá geta þeir andað léttar, hrökkvi í gang og komi sér að fullu inn í toppbaráttuna en það hefur svo sannarlega ekki gerst,“ sagði Baldur. Hann segir erfitt að festa fingur á það hvað hefur farið úrskeiðis hjá Blikum í sumar en augljósa svarið væri varnarleikurinn. Hvert er hlutverk Alfreðs? Sigurbjörn sér ekki marga ljósa punkta hjá Breiðabliki og finnst umræðan í kringum liðið neikvæð. „Mér finnst áran yfir Breiðabliki ekki góð. Nú eru þeir að röfla yfir því að það var framlengt við Dóra [Halldór Árnason, þjálfara] og helmingurinn í stjórn hafi ekki vitað það,“ sagði Sigurbjörn og strákarnir ræddu svo hlutverk Alfreðs Finnbogasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki. „Maður áttar sig ekki á því. Er þetta uppbyggingarhlutverk eða hvað?“ sagði Baldur. Breiðablik er í 4. sæti Bestu deildarinnar fyrir síðustu fimm leiki tímabilsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01 Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17