Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Pálmi Þórsson skrifar 20. september 2025 17:00 Murielle Tiernan skoraði sigurmark kvöldsins. Vísir/Anton Brink Það viðraði vel til knattspyrnu í Úlfársdalnum í dag þegar Fram lagði Val 1-0 í Bestu deild kvenna í fótbolta þökk sé góðu marki frá Murielle Tiernan. Það er hægt að segja að Fram hafi átt þennan sigur skilið en þær voru bæði beittari og grimmari með Valskonur áttu lítil svör. Leikurinn fór hægt af stað og voru bæði lið greinilega að þreifa á hvort öðru. Góð pressa Framara gerði Valskonum lífið leitt oft á tíðum sem leiddi þær í að reyna sparka yfir þær. Það gekk stundum, stundum ekki eins og gerist iðulega þegar sparkað er fram og reynt að elta. Staðan í hálfleik var 0-0 og leit út fyrir að þetta gæti farið í báða bóga en bæði lið áttu fá færi. Seinni hálfleikur fór af stað með svipuðum hætti. Oft á tíðum fínt spil en líka mikið um barning og var hægt að nota gömlu góðu klisjuna að annað liðið þurfti bara að vilja þetta meira. En það gerðist á 64. mínútu þegar það kom langur bolti inn í teiginn. Margir leikmenn snertu boltann áður en hann skoppaði laglega fyrir Murielle Tiernan sem tók hann fast með vinstri í bláhornið. Þetta reyndist síðan vera sigurmarkið. Það var hins vegar á 80. mínútu komst Nadía Atladóttir á flugbrautina. Lagði boltann snyrtilega á Jordyn Rhodes sem var þá komin ein á móti markmanni en ákvað að leggja hann aftur á Nadíu sem var þá ein á móti marki en hitti ekki boltann. Þetta var lang besta færi leiksins og hefði sennilega verið sanngjarnt jöfnunar mark en svo reyndist ekki og Fram hirðir stigin þrjú. Atvik leiksins Atvikið verður að vera dauðafærið sem Nadía Atladóttir klikkaði á en hún var ein á móti marki og tókst því miður ekki að jafna leikinn. Stjörnur og skúrkar Murielle Tiernan er stjarna dagsins en þetta var alvöru framherja mark hjá henni í dag þegar hún tryggði sínum konum stigin þrjú. Dómarar Ásgeir var með flautuna í dag og leysti það vel. Flott flæði og engin vafa atriði sem hægt er að hengja á hann. Stemming og umgjörð Það var frábært veður í dag og góð stemning á vellinum. Það var frítt inn á völlinn en 180 manns mættu á völlinn. Hefði viljað sjá fleiri úr hverfinu mæta. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals.Vísir/Jón Gautur Elísa Viðarsdóttir var svekkt með spilamennsku sinna kvenna eftir leik. „Fram að mörgu leyti yfir á öllu sviði leiksins. Mér fannst þær miklu sterkari í fyrsta og annan bolta. Kannski aðeins of einfalt upplegg frá okkar hlið. Þær ná að loka eftir því sem leið á leikinn og við vorum bara ekki að ná að leysa það nógu vel.“ Valur situr nú í 4. sæti fyrir skiptingu en það er ekki alveg nógu gott fyrir lið eins og Val. „Þetta var þung byrjun á tímabilinu. Við gröfum okkar eigin gröf fyrri hluta móts. En við náum að vinna okkur upp úr því að mörgu leyti. Og þetta er búið að vera jákvætt síðustu vikur og við erum búin að vera byggja ofan á frammistöðu. Mér finnst við samt vera svo langt frá þessu. Mér finnst við eiga mikið inni. Við lendum auðvitað í meiðslum og leikmenn að detta út en auðvitað aðrir leikmenn að stíga upp og fá dýrmæta reynslu. En mér finnst við eiga töluvert inni og sem lið eigum við að geta gert töluvert betur. Og við sættum okkur alls ekki við það að sitja þægilegar í einhverju 4.sæti. Við viljum miklu meira en það.“ Fram pressuðu Val mjög í leiknum sem varð til þess að Valur var í brasi. Elísa var ekki nógu sátt með leikplanið. „Þær stíga hátt með sína fremstu fjórar og við ætlum bara að sparka yfir þær og vinna boltann þaðan en erum kannski aðeins of slitnar og náum ekki að hjálpa okkar fremstu mönnum sem eru kannski að ná að taka boltann niður og halda í hann og byggja ofan á það. Mér fannst við bara ekki leysa það nógu vel. Þetta var alltof einhæft hjá okkur í dag.“ Eins og hefur komið verið rætt og ritað þá fengu Valur færi til að jafna og komast yfir en ekki vildi boltinn inn. Elísa auðvitað svekkt en það er alltaf vonbrigði þegar maður tapar. „Við erum að leggja mikið í þetta og leggja mikið á okkur. Kannski pínu vonsvikin að hafa ekki fengið meira út úr þessu í dag. Mér fannst Framliðið sterkar. Þær eru með góða leikmenn en þær eru líka líkamlega sterkar og ótrúlega erfitt að eiga við þær í návígum en kannski þurftum við bara að sýna klærnar á móti.“ Framundan en úrslitakeppnin en Elísa en vongóð á að gert valdið einhverjum usla þar. „Þetta er mjög einfalt. Okkar markmið eru auðvitað löngu fokinn út um gluggann. En þá á maður bara að búta þetta niður og búa til einhverja gulrót til að elta. Það er ýmislegt sem við getum gert og fyrir mér er það fyrst og fremst að enda þetta með sæmd.“ Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, hefur séð lið sitt taka hvert framfaraskrefið á fætur öðru í Bestu deildinni í ár þar sem að Fram er nýliði. Vísir Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram var kampakátur með útkomuna. „Er bara stoltur. Hrikalega ánægður með stelpurnar. Vinnuframlagið, áræðnina, pressuna, hugarfarið og trúnna. Ég get farið langt fram eftir götunum hvað ég var ánægður með. Mér fannst þessi leikur vera sanngjarn. 1-0 er kannski bara of lítið en mér fannst við fá ansi mörg færi til að skora fleiri. Ég er hrikalega stoltur af liðinu í dag.“ Þessi sigur gefur Fram smá rými til að anda fyrir úrslitakeppnina og gott að fara með þessi stig inn í úrslitakeppni. „Mikilvægt að fara með sjálfstraust í skiptinguna. Tindastóll og Þór/KA eru með reynslu úr þessu en ekki við og það er mikilvægt að fara með sjálfstraust inn í þetta. Við sýndum í dag hvað við getum verið öflug þegar það er kveikt á okkur og við þurfum að byggja ofan á þessa frammistöðu.“ Óskar er að vonum nokkuð sáttur með tímabilið hingað til. „Ég setti mér sjálfum það markmið fyrir tímabil að vera með samkeppnishæft lið. Meistaraflokkur kvenna Fram er með lita sem enga reynslu úr efstu deild yrði með samkeppnishæft lið. Það er klárlega staðan. Erum með samkeppnishæft lið. Það hafa verið mjög góðir sigrar en líka mjög slæm töp. Allur tilfinninga skalinn alls staðar. Mikið mótlæti en dýrmæt frábær reynsla og ég er mjög sáttur hvar við erum í dag.“ Pressan í dag var sennilega það sem skilaði sigrinum í dag eða allavega samkvæmt Óskari. „Mér fannst við bara vera hátt með línuna. Við leyfðum ákveðnum leikmönnum að hafa boltann og svo þega boltinn fór inn á ákveðin svæði þó fór pressan í gang. Pressan sem slík var góð. Við vorum hátt á vellinum allan tíman og mér fannst við aldrei gefa Val andrými til að gera neitt. Og við áttum þennan sigur skilið.“ Besta deild kvenna Fram Valur
Það viðraði vel til knattspyrnu í Úlfársdalnum í dag þegar Fram lagði Val 1-0 í Bestu deild kvenna í fótbolta þökk sé góðu marki frá Murielle Tiernan. Það er hægt að segja að Fram hafi átt þennan sigur skilið en þær voru bæði beittari og grimmari með Valskonur áttu lítil svör. Leikurinn fór hægt af stað og voru bæði lið greinilega að þreifa á hvort öðru. Góð pressa Framara gerði Valskonum lífið leitt oft á tíðum sem leiddi þær í að reyna sparka yfir þær. Það gekk stundum, stundum ekki eins og gerist iðulega þegar sparkað er fram og reynt að elta. Staðan í hálfleik var 0-0 og leit út fyrir að þetta gæti farið í báða bóga en bæði lið áttu fá færi. Seinni hálfleikur fór af stað með svipuðum hætti. Oft á tíðum fínt spil en líka mikið um barning og var hægt að nota gömlu góðu klisjuna að annað liðið þurfti bara að vilja þetta meira. En það gerðist á 64. mínútu þegar það kom langur bolti inn í teiginn. Margir leikmenn snertu boltann áður en hann skoppaði laglega fyrir Murielle Tiernan sem tók hann fast með vinstri í bláhornið. Þetta reyndist síðan vera sigurmarkið. Það var hins vegar á 80. mínútu komst Nadía Atladóttir á flugbrautina. Lagði boltann snyrtilega á Jordyn Rhodes sem var þá komin ein á móti markmanni en ákvað að leggja hann aftur á Nadíu sem var þá ein á móti marki en hitti ekki boltann. Þetta var lang besta færi leiksins og hefði sennilega verið sanngjarnt jöfnunar mark en svo reyndist ekki og Fram hirðir stigin þrjú. Atvik leiksins Atvikið verður að vera dauðafærið sem Nadía Atladóttir klikkaði á en hún var ein á móti marki og tókst því miður ekki að jafna leikinn. Stjörnur og skúrkar Murielle Tiernan er stjarna dagsins en þetta var alvöru framherja mark hjá henni í dag þegar hún tryggði sínum konum stigin þrjú. Dómarar Ásgeir var með flautuna í dag og leysti það vel. Flott flæði og engin vafa atriði sem hægt er að hengja á hann. Stemming og umgjörð Það var frábært veður í dag og góð stemning á vellinum. Það var frítt inn á völlinn en 180 manns mættu á völlinn. Hefði viljað sjá fleiri úr hverfinu mæta. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals.Vísir/Jón Gautur Elísa Viðarsdóttir var svekkt með spilamennsku sinna kvenna eftir leik. „Fram að mörgu leyti yfir á öllu sviði leiksins. Mér fannst þær miklu sterkari í fyrsta og annan bolta. Kannski aðeins of einfalt upplegg frá okkar hlið. Þær ná að loka eftir því sem leið á leikinn og við vorum bara ekki að ná að leysa það nógu vel.“ Valur situr nú í 4. sæti fyrir skiptingu en það er ekki alveg nógu gott fyrir lið eins og Val. „Þetta var þung byrjun á tímabilinu. Við gröfum okkar eigin gröf fyrri hluta móts. En við náum að vinna okkur upp úr því að mörgu leyti. Og þetta er búið að vera jákvætt síðustu vikur og við erum búin að vera byggja ofan á frammistöðu. Mér finnst við samt vera svo langt frá þessu. Mér finnst við eiga mikið inni. Við lendum auðvitað í meiðslum og leikmenn að detta út en auðvitað aðrir leikmenn að stíga upp og fá dýrmæta reynslu. En mér finnst við eiga töluvert inni og sem lið eigum við að geta gert töluvert betur. Og við sættum okkur alls ekki við það að sitja þægilegar í einhverju 4.sæti. Við viljum miklu meira en það.“ Fram pressuðu Val mjög í leiknum sem varð til þess að Valur var í brasi. Elísa var ekki nógu sátt með leikplanið. „Þær stíga hátt með sína fremstu fjórar og við ætlum bara að sparka yfir þær og vinna boltann þaðan en erum kannski aðeins of slitnar og náum ekki að hjálpa okkar fremstu mönnum sem eru kannski að ná að taka boltann niður og halda í hann og byggja ofan á það. Mér fannst við bara ekki leysa það nógu vel. Þetta var alltof einhæft hjá okkur í dag.“ Eins og hefur komið verið rætt og ritað þá fengu Valur færi til að jafna og komast yfir en ekki vildi boltinn inn. Elísa auðvitað svekkt en það er alltaf vonbrigði þegar maður tapar. „Við erum að leggja mikið í þetta og leggja mikið á okkur. Kannski pínu vonsvikin að hafa ekki fengið meira út úr þessu í dag. Mér fannst Framliðið sterkar. Þær eru með góða leikmenn en þær eru líka líkamlega sterkar og ótrúlega erfitt að eiga við þær í návígum en kannski þurftum við bara að sýna klærnar á móti.“ Framundan en úrslitakeppnin en Elísa en vongóð á að gert valdið einhverjum usla þar. „Þetta er mjög einfalt. Okkar markmið eru auðvitað löngu fokinn út um gluggann. En þá á maður bara að búta þetta niður og búa til einhverja gulrót til að elta. Það er ýmislegt sem við getum gert og fyrir mér er það fyrst og fremst að enda þetta með sæmd.“ Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, hefur séð lið sitt taka hvert framfaraskrefið á fætur öðru í Bestu deildinni í ár þar sem að Fram er nýliði. Vísir Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram var kampakátur með útkomuna. „Er bara stoltur. Hrikalega ánægður með stelpurnar. Vinnuframlagið, áræðnina, pressuna, hugarfarið og trúnna. Ég get farið langt fram eftir götunum hvað ég var ánægður með. Mér fannst þessi leikur vera sanngjarn. 1-0 er kannski bara of lítið en mér fannst við fá ansi mörg færi til að skora fleiri. Ég er hrikalega stoltur af liðinu í dag.“ Þessi sigur gefur Fram smá rými til að anda fyrir úrslitakeppnina og gott að fara með þessi stig inn í úrslitakeppni. „Mikilvægt að fara með sjálfstraust í skiptinguna. Tindastóll og Þór/KA eru með reynslu úr þessu en ekki við og það er mikilvægt að fara með sjálfstraust inn í þetta. Við sýndum í dag hvað við getum verið öflug þegar það er kveikt á okkur og við þurfum að byggja ofan á þessa frammistöðu.“ Óskar er að vonum nokkuð sáttur með tímabilið hingað til. „Ég setti mér sjálfum það markmið fyrir tímabil að vera með samkeppnishæft lið. Meistaraflokkur kvenna Fram er með lita sem enga reynslu úr efstu deild yrði með samkeppnishæft lið. Það er klárlega staðan. Erum með samkeppnishæft lið. Það hafa verið mjög góðir sigrar en líka mjög slæm töp. Allur tilfinninga skalinn alls staðar. Mikið mótlæti en dýrmæt frábær reynsla og ég er mjög sáttur hvar við erum í dag.“ Pressan í dag var sennilega það sem skilaði sigrinum í dag eða allavega samkvæmt Óskari. „Mér fannst við bara vera hátt með línuna. Við leyfðum ákveðnum leikmönnum að hafa boltann og svo þega boltinn fór inn á ákveðin svæði þó fór pressan í gang. Pressan sem slík var góð. Við vorum hátt á vellinum allan tíman og mér fannst við aldrei gefa Val andrými til að gera neitt. Og við áttum þennan sigur skilið.“
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn