Bólusetningar Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. Innlent 15.8.2021 12:00 Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni. Erlent 15.8.2021 09:46 Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. Lífið 14.8.2021 16:25 Nýlegs örvunarskammts ekki lengur getið í vottorðum Íslendingar á leið til útlanda geta nú fengið hefðbundið bólusetningarvottorð í Heilsuveru án þess að nýlegur örvunarskammtur raski vottorðinu. Innlent 14.8.2021 10:18 Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. Erlent 13.8.2021 08:43 Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Innlent 12.8.2021 19:00 Engin alvarleg blóðsegavandamál síðustu fjórar vikur Engar tilkynningar um alvarleg blóðsegavandamál hafa verið tilkynnt á Bretlandseyjum í kjölfar bólusetninga síðustu fjórar vikur. Vísindamenn segja þetta mega rekja til þess að tilmælum var breytt þannig að yngri en 40 ára fá ekki bóluefnið frá AstraZeneca. Erlent 12.8.2021 12:51 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Innlent 12.8.2021 11:23 Upplýsingafundur í dag og allir óbólusettir velkomnir í Höllina í næstu viku Boðað hefur verið til upplýsingafundar kl. 11 í dag um stöðu kórónuveirufaraldursins. Á fundinum fara Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir málin og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um stöðuna á spítalanum. Innlent 12.8.2021 06:21 Flestir sem smitast hafa í hópi bólusettra hafi fengið Janssen Flestir þeirra sem höfðu verið bólusettir en greindust engu að síður með kórónuveiruna í þeirri bylgju faraldursins sem nú stendur yfir höfðu fengið bóluefni Janssen. Innlent 11.8.2021 22:55 Á ég að bólusetja börnin mín við COVID-19? Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Skoðun 11.8.2021 11:01 Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis. Erlent 11.8.2021 08:58 Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. Erlent 11.8.2021 06:45 Ráðherra samþykkir bólusetningu barna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19, með bóluefni Pfizer. Innlent 10.8.2021 21:44 Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. Innlent 10.8.2021 11:12 Segir upplýsingar um framhald aðgerða eiga að liggja fyrir í hádeginu Spurð að því hvaða sóttvarnaaðgerðir tækju við í lok vikunnar, þegar núverandi aðgerðir falla úr gildi, hvatti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra til þolinmæði og sagði að það myndi liggja fyrir í hádeginu. Innlent 10.8.2021 10:13 Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs. Innlent 10.8.2021 07:01 Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. Lífið 9.8.2021 17:32 Fjórtán greinst með Covid-19 þrátt fyrir þriðja skammtinn Fjórtán Ísraelsmenn hafa greinst með Covid-19 þrátt fyrir að hafa fengið þriðja skammtinn af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu. Erlent 9.8.2021 17:07 Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum. Innlent 9.8.2021 13:59 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. Innlent 9.8.2021 12:10 Bólusetja aftur í Laugardalshöll Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný. Innlent 8.8.2021 17:02 Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Erlent 8.8.2021 16:33 Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni Dagskrá bólusetningar tólf til fimmtán ára barna á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnunum í bólusetninguna. Innlent 7.8.2021 19:00 Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Innlent 6.8.2021 18:46 Vilja ná til óbólusettra Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. Innlent 6.8.2021 13:25 Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. Innlent 6.8.2021 12:48 Þrír starfsmenn CNN reknir fyrir að mæta óbólusettir til vinnu Þremur starfsmönnum CNN hefur verið sagt upp eftir að hafa mætt óbólusettir í vinnuna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekkert umburðarlyndi verða viðhaft hvað varðar endurkomu starfsmanna til starfa án bólusetningar. Erlent 6.8.2021 09:10 „Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. Innlent 6.8.2021 08:56 Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. Innlent 5.8.2021 22:51 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 51 ›
Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. Innlent 15.8.2021 12:00
Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni. Erlent 15.8.2021 09:46
Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. Lífið 14.8.2021 16:25
Nýlegs örvunarskammts ekki lengur getið í vottorðum Íslendingar á leið til útlanda geta nú fengið hefðbundið bólusetningarvottorð í Heilsuveru án þess að nýlegur örvunarskammtur raski vottorðinu. Innlent 14.8.2021 10:18
Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar. Erlent 13.8.2021 08:43
Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Innlent 12.8.2021 19:00
Engin alvarleg blóðsegavandamál síðustu fjórar vikur Engar tilkynningar um alvarleg blóðsegavandamál hafa verið tilkynnt á Bretlandseyjum í kjölfar bólusetninga síðustu fjórar vikur. Vísindamenn segja þetta mega rekja til þess að tilmælum var breytt þannig að yngri en 40 ára fá ekki bóluefnið frá AstraZeneca. Erlent 12.8.2021 12:51
Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Innlent 12.8.2021 11:23
Upplýsingafundur í dag og allir óbólusettir velkomnir í Höllina í næstu viku Boðað hefur verið til upplýsingafundar kl. 11 í dag um stöðu kórónuveirufaraldursins. Á fundinum fara Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir málin og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um stöðuna á spítalanum. Innlent 12.8.2021 06:21
Flestir sem smitast hafa í hópi bólusettra hafi fengið Janssen Flestir þeirra sem höfðu verið bólusettir en greindust engu að síður með kórónuveiruna í þeirri bylgju faraldursins sem nú stendur yfir höfðu fengið bóluefni Janssen. Innlent 11.8.2021 22:55
Á ég að bólusetja börnin mín við COVID-19? Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Skoðun 11.8.2021 11:01
Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis. Erlent 11.8.2021 08:58
Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. Erlent 11.8.2021 06:45
Ráðherra samþykkir bólusetningu barna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19, með bóluefni Pfizer. Innlent 10.8.2021 21:44
Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. Innlent 10.8.2021 11:12
Segir upplýsingar um framhald aðgerða eiga að liggja fyrir í hádeginu Spurð að því hvaða sóttvarnaaðgerðir tækju við í lok vikunnar, þegar núverandi aðgerðir falla úr gildi, hvatti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra til þolinmæði og sagði að það myndi liggja fyrir í hádeginu. Innlent 10.8.2021 10:13
Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs. Innlent 10.8.2021 07:01
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. Lífið 9.8.2021 17:32
Fjórtán greinst með Covid-19 þrátt fyrir þriðja skammtinn Fjórtán Ísraelsmenn hafa greinst með Covid-19 þrátt fyrir að hafa fengið þriðja skammtinn af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu. Erlent 9.8.2021 17:07
Hefur komið til tals að veita bólusettum sérréttindi Stefna sóttvarnayfirvalda er enn að halda bólusetningum áfram og vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis, sem bindur vonir við að sjá fram á eðlilegra líf þegar bólusetningaátaki stjórnvalda lýkur á næstu mánuðum. Til tals hefur komið að taka upp svo kallaða Covid-passa eða hraðpróf á fjölförnum stöðum. Innlent 9.8.2021 13:59
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. Innlent 9.8.2021 12:10
Bólusetja aftur í Laugardalshöll Til stendur að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára seinna í mánuðinum og þegar hafa endurbólusetningar þeirra sem fengu bóluefni Jansen hafist. Til að bólusetja svo marga á skömmum tíma mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýta Laugardalshöll á ný. Innlent 8.8.2021 17:02
Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Erlent 8.8.2021 16:33
Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni Dagskrá bólusetningar tólf til fimmtán ára barna á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnunum í bólusetninguna. Innlent 7.8.2021 19:00
Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Innlent 6.8.2021 18:46
Vilja ná til óbólusettra Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. Innlent 6.8.2021 13:25
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. Innlent 6.8.2021 12:48
Þrír starfsmenn CNN reknir fyrir að mæta óbólusettir til vinnu Þremur starfsmönnum CNN hefur verið sagt upp eftir að hafa mætt óbólusettir í vinnuna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekkert umburðarlyndi verða viðhaft hvað varðar endurkomu starfsmanna til starfa án bólusetningar. Erlent 6.8.2021 09:10
„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. Innlent 6.8.2021 08:56
Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. Innlent 5.8.2021 22:51