Um vegna áhættu og ábata Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. ágúst 2021 09:01 Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Bólusetningar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar