EM 2016 í Frakklandi

Fréttamynd

Jafnt í Kazakhstan

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í fyrsta leik A-riðilsins í undankeppni Evrópumótsins en leik Kazakhstan og Lettland lauk rétt í þessu.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir: Hef fulla trú á því að við vinnum leikinn

Ísland hefur leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Mótherjinn er sterkur, en tyrkneska liðinu hefur gengið vel að undanförnu. Þjálfarar íslenska liðsins hafa nýtt langan undirbúningstíma til að æfa nýtt leikkerfi.

Fótbolti
Fréttamynd

"Kári Árna er mesta þjálfarasleikjan“

Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í léttu spjalli í Harmageddon þar sem þeir ræddu stemminguna í landsliðshópnum, lífið í Rússlandi og tónlistarsmekk liðsfélaga síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli í tyrkneska hópnum

Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Undankeppni EM hefst í dag

Undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi árið 2016 hefst í dag með átta leikjum. Fjórir þeirra verða sýndir á Sportrásum Stöðvar 2 Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi: Setjum pressuna á okkur sjálfir

Gylfi Sigurðsson, miðjumaður Íslands og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að íslenska landsliðið sé vel undirbúið fyrir leikinn gegn Tyrklandi á þriðjudag. Gylfi reiknar með hörkuleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn: Býst við að geta spilað

Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum klár í slaginn þegar Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins 2016, en Kolbeinn hefur glímt við meiðsli.

Fótbolti