Scroll-HM2011

Fréttamynd

Ólafur: Sumir tóku svefntöflur

Ólafur Stefánsson segir að sumir leikmenn íslenska landsliðsins hafi þurft svefntöflur til að sofna eftir leikinn gegn Austurríki í fyrrakvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Kári keypti 20 Big Mac-hamborgara

Eyjatröllið Kári Kristján Kristjánsson hefur fengið sig fullsaddann af laxinum á hóteli íslenska liðsins og fór því í góða ferð á McDonalds.

Handbolti
Fréttamynd

Þorsteinn J & gestir: Þola Svíar ekki Guðmund þjálfara?

Það var nóg um að vera í HM handboltaþættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í kvöld þrátt fyrir að Íslendingar ættu frídag. Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Geir Sveinsson fór yfir „sálfræðistríðið“ sem nú stendur yfir fyrir leikinn gegn Noregi á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Höfum ekki gert eitt né neitt á þessu móti

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport ræddi við Snorra Stein Guðjónsson í dag og þar ræddu þeir um leikinn gegn Austurríki. Hörður spurði Snorra út í fyrri hálfleikinn gegn Austurríki þar sem fátt gekk upp hjá íslenska liðinu og hvort það væri áminning fyrir íslenska liðið. Snorri svaraði því fagmannlega.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Við eigum meira inni

Arnór Atlason er afar ánægður með gengi Íslands á HM og segir liðið vera í góðu færi til þess að gera eitthvað gott úr mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Willum Þór telur að Futsal geti bætt tæknifærni fótboltamanna á Íslandi

Willum Þór Þórsson valdi í gær fimmtán leikmenn sem verða í fyrsta íslenska Futsal-landsliðinu sem tekur þátt í forkeppni EM. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Grikkland, Lettland og Armenía og verður leikið á Ásvöllum 21. - 24. janúar. Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Willum í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær seinni hálfleikur kom okkur inn í milliriðilinn - myndir

Strákarnir okkar sýndu úr hverju þeir eru gerðir í þriggja marka sigri á Austurríki á HM í handbolta í Svíþjóð í gærkvöldi. Eftir dapran fyrri hálfleik mættu strákarnir í ham inn í þann seinni, unnu sig í gegnum mikið mótlæti og hreinlega lokuðu öllum leiðum fyrir austurríska liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Við drápum þá

Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson átti stórbrotinn síðari hálfleik í kvöld ásamt félaga sínum Ingimundi Ingimundarsyni.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin: Ég var með gæsahúð í 30 mínútur

„Ég var með gæsahúð í 30 mínútur,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir frábæran sigur liðsins gegn Austurríki.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Þetta var bara ótrúlegt

„Við ræddum um það í hálfleik að sýna hvað við vorum búnir að vinna í fyrir leikinn. Við vorum búnir að leggja línurnar og ætluðum að gera hlutina allt öðruvís í fyrri hálfleik,“ sagði Sverre Jakobsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Liðið sýndi stórkostlegan karakter

„Þessi leikur vannst í síðari hálfleik, það er það eina sem ég veit,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 26-23 sigur liðsins gegn Austurríki á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Við Diddi vorum á innsoginu

"Það virðast allir vera mjög glaðir yfir þessu marki og það gleður mig að geta glatt þjóðina með svona stórglæsilegu marki," sagði brosmildur Sverre Andreas Jakobsson eftir leikinn gegn Japan í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Ég er klár í slaginn

Ólafur Stefánsson var klár í slaginn með íslenska landsliðinu gegn Japan í gær en þar sem félagar hans léku einstaklega vel gat hann hvílt allan leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland - Japan- myndasyrpa

Íslendingar sýndu allar bestu hiðar sínar í gær í 14 marka sigri gegn Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta. Valgaður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is er í Linköping og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók.

Handbolti
Fréttamynd

Kári: Eftir markið kom skita

Það hefur mikið verið látið með þá staðreynd að Kári Kristján Kristjánsson væri ekki búinn að skora á stórmóti. Stíflan brast þó gegn Japan í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Vorum með öll svörin

Guðmundur Guðmundsson var að vonum ánægður með fagmannlegan sigur á Japan í kvöld en hann var ekki að missa sig í gleðinni og þegar farinn að hugsa um leikinn gegn Austurríki á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Hápunktar úr leik Íslands og Japan - Þorsteinn J & gestir

Íslenska handboltalandsliðið fór á kostum í kvöld í Linköping í Svíþjóð og rúllaði upp japanska landsliðinu með 14 marka mun, 36-22. Tilþrif Íslendinga voru oft á tíðum stórkostleg og í þætti Þorsteins J. & gestir voru hápunktar leiksins rammaðir inn með þessum hætti – og skreytt með frábæru lagi frá Eberg „The right thing to do“.

Handbolti
Fréttamynd

Bestu atriðin úr þætti Þorsteins J., sunnudagur

Það var margt í umræðunni í þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld á Stöð 2 sport þrátt fyrir að Íslandi hafi ekki átt leik á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Í samantekt þáttarins má finna viðtal við Kára Kristjánsson línumann en nýliðinn fann líklega upp nýyrði í handboltamálið þegar hann lýsti austurrísku vörninni í leiknum gegn Japan. „Pödduflatir,“ sagði Kári.

Handbolti
Fréttamynd

Hlynur vill að strákarnir vinni gull

HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins.

Handbolti
Fréttamynd

Stöð 2 sport: Samantekt úr leik Íslands og Brasilíu

Íslendingar eru efstir í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina gegn Ungverjum og Brasilíu. Byrjunin lofar góðu en á morgun, mánudag, verður leikið gegn Japan sem kom á óvart með 33-30 sigri gegn Austurríki í gær. Á Stöð 2 sport er ítarleg umfjöllun bæði fyrir og eftir leik í þætti Þorsteins J. & gestir og í myndbandinu er samantekt úr leiknum gegn Brasilíu. Góða skemmtun.

Handbolti