Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 1. september 2025 13:03 Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tekjur Kjaramál Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar