Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Sydney Leroux í leik með liði Angel City í bandarísku deildinni. Getty/Marcus Ingram Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Leroux er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur og ein af lykilmönnum Angel City. Hún ákvað að stíga fram og segja frá glímu sinni utan vallar. Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira
Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira