Isavia

Fréttamynd

Stór­hættu­leg eitur­lyf flæða til landsins í sögu­legu magni

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Kjara­deilu flug­um­ferðar­stjóra og Isavia vísað til gerðar­dóms

Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Flug­um­ferðar­stjórar boða til yfir­vinnu­banns

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél lenti í Kefla­vík vegna bilunar

Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað.

Innlent
Fréttamynd

Varaflugvallagjaldið og flug­öryggi

Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð.

Skoðun
Fréttamynd

Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á fyrri helmingi ársins 2025 var jákvæð um 4.245 milljónir króna samanborið við 3.213 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Það er betri niðurstaða en upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og nemur aukningin um 1.032 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna

Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu

Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veru­legt högg fyrir ferða­þjónustuna

Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Sante fer í hart við Heinemann

Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flug­braut undir á­hrifum fíkni­efna

Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bíl­stjórar ó­sáttir við lokun skúrsins: „Aumingja­skapur í þeim“

Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið.

Innlent
Fréttamynd

Loka kaffi­skúrnum um­talaða við Leifs­stöð

Keflavíkurflugvöllur hefur tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan er sögð bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts.

Innlent
Fréttamynd

Til­fallandi neftóbaks­skortur veldur skjálfta

Flugfarþegi sem átti leið um Keflavíkurflugvöll í gær er hugsi eftir að neftóbak var hvergi að finna til sölu í fríhöfninni sem komin er undir nýjan rekstraraðila. Heinemann sé þegar farið að taka til hendinni, og líst honum illa á. Heinemann segir hins vegar að um tilfallandi skort á neftóbaki sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið

Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið.

Innlent
Fréttamynd

Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið

Fimm flugumferðarstjórar hafa verið sendir í leyfi frá störfum vegna gruns um að þeir hefðu ekki unnið tilskilinn fjölda vinnustunda til að halda réttindum sínum. Samgöngustofa rannsakar mál þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Í markaðs­hag­kerfi þurfa menn bara að synda“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er ömur­leg staða“

Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2